Alltaf tilbúin í bardaga

Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

„Ég vil meina að ég sé bara nokkuð venjuleg manneskja að öllu leyti öðru en því að ég vinn við að berjast í búri. Lífið í atvinnumennskunni er rétt að hefjast hjá mér en ég tel að það sé ekkert margt að fara að breytast í daglegri rútínu minni þrátt fyrir það. Ég er frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar, að búa mig undir bardaga,“ segir bardagakonan Sunna  Rannveig Davíðsdóttir sem varð fyrr á árinu fyrsta  íslenska konan sem er at vinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum, eða MMA eins og það kallast.

Sunna æfir stíft og heldur sér í toppformi enda getur hún verið kölluð í bardaga með skömmum fyrirvara. „Ég er frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar, að búa mig undir bardaga. Ég passa ávallt að ég sé í góðu formi, æfi vel, nærist, sofi og sé stöðugt að bæta mig því það getur alveg komið upp með mjög skömmum fyrirvara að ég verði beðin um að mæta í bardaga,“ segir Sunna í viðtali sem mun birtast í Heilsublaði Morgunblaðsins sem kemur út á föstudaginn. Þar segir hún meðal annars frá því af hverju hún fór að stunda MMA og hver viðhorf fólks til íþróttarinnar eru gjarnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál