Þetta vissir þú ekki um skapahár

Skiptar skoðanir eru á skapahárum.
Skiptar skoðanir eru á skapahárum. Ljósmynd / Thinkstock Getty Images

Fólk hefur skiptar skoðanir á skapahárum. Sumum finnst afar tómlegt þarna niðri án þeirra, á meðan aðrir vilja ekki sjá þau.

Það er þó ýmislegt sem fólk ekki veit um brúskinn sem svo skiptar skoðanir eru á. Á vef Cosmopolitan er að finna fróðleik um hin umdeildu líkamshár, en þar er margt sem kemur á óvart.

Skapahár draga úr núningi
Það er ástæða fyrir því að okkur vex hár þarna niðri. Brúskurinn verndar viðkvæma húð og dregur úr núningi.

Slys hafa aukist
Á undanförnum árum hafa læknisheimsóknir sem rekja má til rakslysa aukist gríðarlega. Algengt er að fólk skeri sig, fái inngróin hár og ígerð, útbrot og fleira miður geðslegt.

Skapahárkollur voru eitt sinn vinsælar
Konur á Viktoríutímanum lögðu það í vana sinn að raka af sér skapahárin, en ganga þess í stað með nokkurs konar skapahárkollu. Þetta var gert til þess að forðast flatlúsasmit.

Hugaðu að tímasetningunni
Ef fjarlægja á skapahár með vaxi er best að gera það skömmu eftir að blæðingum er lokið. Sökum hormónabreytinga eru konur viðkvæmari skömmu fyrir blæðingar, og meðan á þeim stendur, sem ekki er á bætandi ef vaxa á brúskinn burt.

Voru eitt sinn eftirsóttir safngripir
Sagan segir að á 19. og 20. öld hafi fólk lagt það í vana sinn að safna skapahárum bólfélaga sinna. Sumir stilltu þeim jafnvel upp á hattbarði sínu svo þau færu nú ekki fram hjá neinum.

Fleiri hressandi fróðleiksmola má finna hér.

Skapahárkollur voru eitt sinn vinsælar.
Skapahárkollur voru eitt sinn vinsælar. Ljósmynd / skjáskot Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál