Svona verður svefnherbergið heilsusamlegra

Svefnherbergið er griðarstaður margra. Best er ef hann er ekki …
Svefnherbergið er griðarstaður margra. Best er ef hann er ekki heilsuspillandi. Ljósmynd / Getty Images

Flest eyðum við ákaflega miklum tíma í svefnherberginu. Það er því ekki nóg að þar sé fallegt um að litast, heldur ættum við að huga að því hversu heilsusamlegt það er.

Opnaðu gluggann
Það þarf varla að segja Íslendingum að opna hjá sér gluggana, enda margir hverjir með flestalla glugga galopna öllum stundum. Gott er að venja sig á að opna svefnherbergisglugga á hverjum degi til að lofta út, en margir kjósa líka að sofa með opinn glugga.

Pottaplöntur
Pottaplöntur eru ekki bara fallegar, heldur hafa þær góð áhrif á loftgæði heimilisins. Þá eru þær duglegar að draga í sig ýmsar eiturgufur og gefa frá sér súrefni. Plönturnar eru þó misduglegar, en friðarlilja og tannhvöss tengdamóðir henta til að mynda vel í svefnherbergi.

Loftsíur
Hægt er að fá hljóðlátar loftsíur sem auka loftgæði með því að draga úr ýmsum ofnæmisvaldandi efnum, svo sem rykmaurum, frjókornum og dýraflösu.

Regluleg þrif
Það segir sig sjálft að loftsíur og pottaplöntur mega sín lítils ef ekki er þrifið reglulega í svefnherberginu. Gott er að einbeita sér að stöðum þar sem ryk og ofnæmisvaldar safnast auðveldlega fyrir, svo sem gólfum, gluggakistum, áklæði og öðru slíku.

Skiptu um rúmföt
Magnið af dauðum húðfrumum, rykmaurum og öðrum óhreinindum sem safnast fyrir í rúmfötunum á nokkurra vikna tímabili er ógnvekjandi. Þessi óhreinindi geta síðan haft í för með sér vandamál allt frá bólum og til astma. Gott er að skipta um rúmföt á viku til tveggja vikna fresti.

Fleiri góð ráð má lesa á vef Popsugar.

Friðarliljur eru harðduglegar við að bæta loftgæði.
Friðarliljur eru harðduglegar við að bæta loftgæði. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál