Lesbaugarnir alveg að hverfa

Eyja Bryngeirsdóttir.
Eyja Bryngeirsdóttir. Eggert Jóhannesson

Eyja Bryngeirsdóttir, sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins, er nokkuð sátt við lífið akkúrat núna. 

„Í vikunni fórum við Smartlandsskvísurnar til hennar Mæju í Misú í augnmeðferð og dekur. Þetta var dásamlegt og þvílík aflsöppun fyrir mig þar sem dagarnir hafa verið langir og streita og stress hafa verið allsráðandi sökum próflesturs og verkefnaskila. En ég náði fullkominni afslöppun um leið og ég lagðist í stólinn hjá Mæju og þessar 90 mínútur liðu eins og hendi væri veifað. Þannig að núna er ég alveg ofboðslega fín um augun og lesbaugarnir alveg að hverfa. Ég mæli 100% með henni Mæju og fer sko pottþétt þangað aftur. Við fengum líka rosa flotta gjafapakkningu sem inniheldur handáburð, andlitskrem, fótakrem og frábært krem fyrir appelsínuhúð, eitthvað sem kroppurinn þarfnast eftir þessi átök hjá Lilju,“ segir Eyja í sínum nýjasta pistli: Svo er ég aðeins farin að huga að jólaátinu. Er farin að skipuleggja mig aðeins og er búin að ákveða svona nokkurn veginn hvernig hátíðarátið verður á mínu heimili. Mér finnst það nauðsynlegt þar sem ég ætla ekki að detta í gamla farið yfir hátíðina og háma í mig mat og kökur. Ég er búin að finna uppskrift að köku sem ég ætla að baka handa mér og tilvonandi eiginmanninum, þar sem hann er að sjálfsögðu á sama mataræði og ég, hún virkar rosalega góð og holl á pappírnum.

Nú fara þessar 12 vikur senn að klárast og ég hugsa með þakklæti og gleði um þennan tíma. Ég er svo þakklát fyrir að ég skyldi vera valin til þess að taka þátt í þessu frábæra verkefni og ég veit ekki hvernig ég væri í skrokknum eftir alla þessa setu við lærdóminn ef ég hefði ekki Lilju mína til þess að píska mig áfram, toga mig og teygja. Svo er bara að kaupa sér kort í Sporthúsinu og halda áfram.

Eyja Bryngeirsdóttir.
Eyja Bryngeirsdóttir. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál