Drykkurinn sem heldur Unni á mottunni

Unnur Pálmarsdóttir gefur hér uppskrift að drykk sem heldur okkur inni á beinu brautinni í desember þar sem freistingar eru á hverju strái. 
„Jólin eru að nálgast og á þessum tíma er mikilvægt að huga vel að heilsunni, orkunni og næringunni. Við erum það sem við borðum og gefum okkur tíma að passa vel upp á næringuna með því að útbúa fyrirfram heilsuríkar máltíðir og drykki. Með því móti þá minnkar sykurlöngun okkar og ég mæli með að þið hafið ávallt ávexti, grænmeti, möndlur, rúsínur og holl fræ til að grípa í þegar sykurlöngunin hellist yfir okkur,“ segir Unnur Pálmarsdóttir, mannauðsráðgjafi Zenter og eigandi Fusion, í sínum nýjasta pistli: 
 
Mér fannst tilvalið að setja inn eina sígilda og góða uppskrift að heilsudrykk sem er algjört dúndur og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég byrja oftast daginn á Grænni bombu sem er svo frískandi og full af næringarefnum.
 
Hér er uppskrift fyrir ykkur, kæru lesendur.

Græn bomba Unnar Pálmars:

1 epli
4 lúkur spínat
5 cm engifer
6 gulrætur
500 ml af vatni

Setjið hráefnið í blandara ásamt klaka, þeytið saman og gaman er að drekka úr fallegu glasi. Drykkurinn bragðast einfaldlega betur. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram í heilsudrykkjunum. 
 
Endilega prófið þessa uppskrift, kæru lesendur.
 
Munið að njóta lífsins í jólaundirbúningum. 
Unnur Pálmarsdóttir.
Unnur Pálmarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál