Tvær fatastærðir farnar á sex vikum

Emma Thompson.
Emma Thompson. mbl.is/AFP

Emma Thomson hefur nýlokið sex vikna námskeiði hjá einkaþjálfara hertogaynjunnar af Cambridge og á ekki orð til að lýsa árangrinum. Engin Chia-fræ og ekkert rugl segir hin 57 ára gamla Thompson sem að eigin sögn var komin með risavaxinn rass.

Lykilatrið í þjálfunarprógrammi heilsugúrúsins Louise Parker er að nálgast viðfangið á vitrænan hátt. Því sé matarræðið ekki skorið við nögl heldur fékk Thompson að halda inni því sem hún elskar mest: beikoni, borgurum og víni. Þó má leiða líkur að því að það sé í fremur litlum mæli en Thompson segir sjálf að henni sé lífsins ómögulegt að vera á „kál“-mataræði. Það einfaldlega henti henni ekki.

Parker leggur mikið upp úr jafnvægi og talar um máttarstólpana fjóra sem þurfa að vinna saman til að raunverulegur árangur náist. Þetta sé góður svefn, gott mataræði, vitrænt æfingaprógramm og jákvætt hugarfar. Mikilvægt sé að líða vel og hafa trú á verkefninu.

Æft er sex sinnum í viku í 90 mínútur í senn og eru bæði þolæfingar, brennsla, lyftingar og liðleikaæfingar.

Parker sendi frá sér bókina Lean for Life og í formála hennar skrifar Thompson: „Hún kemur mér í form án þess að æra mig með kál-söfum og dapurlegum grænspírum“. Parker segir gríðarlega mikilvægt að njóta matarins og að borða hollan og góðan mat. Að setjast niður og njóta.  

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og hefur Thompson farið úr stærð 14 í stærð 10 á einungis sex vikum.

Emma Thompson.
Emma Thompson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál