„Þunglyndissagan mín“

Elísabet Ólafsdóttir.
Elísabet Ólafsdóttir.

„Ég hef, eins og mjög margir Íslendingar, átt við kvíðavandamál að stríða. Fyrir meira en áratug fékk ég lyf sem voru „lundasefjandi og kvíðastillandi“. Það virkaði. Svo fyrir u.þ.b. níu árum ákvað ég að fara af þeim þar sem ég var orðin frekar stabíl kona. Komin í samband, hætt að reykja, drekka, höndlaði matarfíknina mína og mér fannst ég vera í góðum málum á flestum vígstöðvum,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, eða Beta rokk eins og hún var oft kölluð í gamla daga, í pistli á bloggsíðu sinni: 


Þegar ég varð ólétt af mínu öðru barni, beibí Kjárr, þá fékk ég grindargliðnun á 10. viku. Ég gat ekki gengið í margar margar vikur og varð mjög þung og leið yfir því. Um leið og beibí Kjárr mætti í heiminn byrjaði ég á geðlyfinu Sertral.

Það fór í magann á mér og eftir nokkrar vikur skipti ég yfir í Esopram. Þau lyfjaskipti voru lítið mál og fann ekki fyrir þeim að neinu ráði. Í tvö ár var ég á Esopram og komin upp í hæsta styrk þegar ég fann áhrifin þverra og fór reglulega í það sem kallast „lægð“. Ég fékk leyfi úr vinnu, hitti sálfræðing í fyrsta skipti hjá Heilsustöðinni í boði vinnuveitandans og fór í eins konar krísuþerapíu. Hélt að ég væri bara að díla við kvíða út af flutningum og vandræðum í hjónabandinu. Svo var ég rekin og hélt áfram að hitta sálfræðinginn og var í einhverjum tilfinningarússíbana um vorið 2016.

MDD – Major Depression Disorder

Þegar ég stóð mig að því að hafa verið í óskilgreindan tíma liggjandi uppi í rúmi að íhuga hvaða lyf væri hægt að nota til að slökkva bara á mér fyrir fullt og allt ákvað ég að fara á bráðamóttöku geðdeildar. Ég hafði gengið í gegnum margt um ævina en aldrei ígrundað sjálfsmorð af einhverri alvöru. Og ég skildi þetta ekki…ég á tvö fullkomin börn, elskandi eiginmann, bestu vini í foreldrum og bróður og á fyrir reikningum um hver mánaðamót.

Í viðtalinu á geðdeild kom í ljós að ég hafði fengið taugaáfall helgina áður sem var aðdragandinn að þessari djúpu lægð sem ég var komin í. Ég fékk róandi og var slefandi slök næstu daga heima hjá mér. Strákarnir voru í fríi og ég þurfti á öllu mínu að halda til að sjá um þá og sjálfa mig. Þetta var í júlí.

Ágúst var mér mjög erfiður og ég komst að því að ég var varla vinnufær. Það var svo staðfest í september þegar ég var off heilu dagana. Í október fór ég svo aftur á bráðamóttökuna og byrjaði í greiningarferli sem endaði á MDD-greiningu.

Í næstu færslu skrifaði Elísabet: 

Í tvö ár er ég búin að fara í alls konar rannsóknir því ég er alltaf svo ótrúlega veikburða. En ekkert kemur fram í blóðprufum og mér hefur alltaf liðið eins og hálfgerðum kjána labbandi út eftir svoleiðis daga.

Í byrjun nóvember 2016 skipti ég um lyf þar sem Esopramið var hætt að virka fyrir mig. Ég var alltaf þreytt, leið, pirruð og helst til of dofin fyrir minn smekk. Lyfjaskiptin höfðu mikil áhrif í þetta skiptið. Ég fór bókstaflega í frjálst fall. Addi var í útlöndum og ég gat rétt svo séð um að koma börnunum í skólann. Svo lá ég bara. Ég varð þvoglumælt, þurr í munninum, með svima og átti í miklum vandræðum með að hreyfa mig. Allt gerðist á hálfum hraða og ég gat sofnað standandi. Ég þurfti að leggja mig eftir að setja leirtau í uppþvottavélina og um helgina fengu strákarnir að horfa á sjónvarpið allan daginn því ég var eiginlega bara ekki til staðar. Mér fannst eins og ég væri horfin innan úr mér.

í þrjár vikur var ég í algjörum vanmætti og var send í foreldrahús að hvíla mig frá börnum og buru. Daglega hugleiddi ég hvort það væri ekki bara betra að hætta þessu öllu og hætta að vera svona ógeðslega þreytt. Og þá byrjuðu nýju lyfin að virka. Heil þér Venlafaxín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál