Þjáist barnið þitt af tölvufíkn?

Eiga þessi einkenni við þitt barn?
Eiga þessi einkenni við þitt barn? michal-rojek

Tölvufíkn er vaxandi vandamál hjá börnum og unglingum í því nútímasamfélagi sem við búum við. Á heimasíðunni www.tolvufikn.is má nálgast mjög góðar upplýsingar um einkenni og afleiðingar fíknarinnar. Þar segir meðal annars að einkenni tölvufíknar geta verið mismunandi milli manneskja en það eru nokkur atriði sem benda til þess að tölvunotkunin sé að verða vandamál. Fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið.

Hvað er tölvufíkn?


Hafa ber í huga að mikil tölvunotkun þarf ekki alltaf að vera ávísun á tölvufíkn. Það eru afleiðingarnar sem eru besti vísirinn á hvort vandamál sé til staðar eða ekki. Einkenni ungmenna og fullorðinna eru aðeins frábrugðin en það eru nokkur atriði sem allflestir tölvufíklar eiga sameiginlegt.

• Setja sér engin mörk
• Missa tímaskyn eða gleyma sér í tölvunni
• Á erfitt með að klára verkefni í vinnu eða heima
• Einangrun frá fjölskyldu og vinum
• Sektarkennd eða fer í vörn vegna tölvunotkunar
• Afneitun þegar bent er á vandamálið
• Líður betur fyrir framan tölvuskjáinn
• Mestallur tími utan skóla er notaður í tölvur
• Mikil þreyta og jafnvel svefn á skólatíma
• Verkefni í skólanum hrannast upp
• Einkunnir lækka
• Logið til um tölvunotkun
• Tölvur teknar fram yfir að hitta vini
• Hætta fyrri áhugamálum eða tómstundum
• Skapstyggari án tölvunnar (jafnvel ofbeldi)
• Þola illa fyrirvaralausar breytingar á tölvunotkun

Undirliggjandi vandamál sem geta ýtt undir tölvufíkn

Hömlulaus tölvunotkun getur verið birtingarmynd undirliggjandi vandamála. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum vandamálum svo hægt sé að vinna sérstaklega með þau.

Kvíði

Nota netið til að dreifa huganum og loka þannig á áhyggjur og ótta.

Þunglyndi

Tölvan getur verið notuð sem flótti frá þunglyndi en þá er hætta á að vítahringur myndist því að mikill tölvutími getur aukir á þunglyndið. Tölvufíkn getur svo leitt af sér einangrun og einmanaleika.

Streita

Margir nota netið til að losa um streitu nema hvað mikil tölvunotkun leiðir oft af sér meiri streitu.

Aðrar fíknir

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem glíma við aðrar fíknir, t.d. alkóhólisma, lyfjafíkn, kynlífsfíkn eða matarfíkn, eru líklegri til að þróa með sér tölvufíkn.

Félagsleg einangrun

Netið býður upp á margvíslegar leiðir til að mynda félagsleg tengsl, t.d. í gegnum spjallþræði eða netleiki.

Vera utangarðs

Ekki ósvipað því að vera félagslega einangraður nema hér er verið að tala um þá sem finnast þeir ekki eiga samleið með öðrum og finna aðra á netinu sem eiga meira sameiginlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál