Má ekki hugsa þetta sem megrun

Eva Dögg og Anna Sóley hjálpa fólki að fasta án …
Eva Dögg og Anna Sóley hjálpa fólki að fasta án þess að fólk gefist upp.

Skiptar skoðanir eru um nauðsyn og nautn þess að lifa á fljótandi fæði svo dögum skiptir og það er að mati vinkvennana Önnu Sóleyjar og Evu Daggar algengur misskilningur að maður þurfi að vera svangur og vansæll á meðan á djúsföstu stendur. Stelpurnar viðurkenni fúslega að eftir ótal margar föstur af ýmsu tagi hafi sumar verið betur heppnaðar en aðrar.

„Þetta fer rosalega mikið eftir forsendunum og hugarfarinu þegar þú byrjar. Ef þú hugsar þetta sem eitthvað kjólamission fyrir helgina er það alls ekki þess virði, en ef þú gerir það með það að leiðarljósi að hreinsa kerfið og gera líkamanum greiða ertu líklegri til árángurs,“ segja þær. 

Eitt sinn ætluðu þær í einhverja fáránlega seyðisföstu, þar sem það eina sem mátti var að drekka soð af grænmeti í tíu daga. Skemmst frá því að segja þá enduðu þær báðar með ælupest og fárveikar á þriðja degi.

„Svo er maður kannski svolítið fljótandi á því þessa daga sem maður er að djúsa, svo kannski betra að fara ekki í langferðir með strætó eins og þær komust eftirminnilega að í einni djúsföstunni. Orkuflæðið í líkamanum breytist náttúrulega en það þarf ekki að vera á slæman hátt, þvert á móti er það svolítið mjúk orka eiginlega,“ segja þær.

Þær mæla ekki með því að stunda fjallgöngur eða kraftlyftingar á meðan á djúsföstu stendur en það sé alls ekki nauðsynlegt að liggja fyrir. 

„Djúsarnir þurfa að vera næringaríkir og gefa orku og möguleikarnir á að bæta þeytingum og öðru fljótandi er alltaf til staðar ef svo ber undir. Eitt af því flóknara við að lifa á djús er að skyndilega manstu hversu mikið þú elskar að tyggja mat og hugsar kannski nokkru sinnum hlýlega til pottrétta og hrökkbrauðs,“ segja þær.

Eva Dögg og Anna Sóley segja lykilinn vera í félagsskapnum, að hafa hvor aðra og jafnvel fleiri, mun fleiri getur gert gæfumuninn.

„Þá geturðu svona hringt í vin eða fengið pepp eða bara klapp á bakið, svona ó þú ert svo dugleg stelpa, flottust og allt það, þegar þú ert við það gefast upp.“

Fyrir utan að ef þú trúir á það sem þú ert að gera, að þetta þjóni raunverulegum tilgangi er auðveldara að fara í gegnum þrjá til fimm daga af afeitrun. Um helgina munu stelpurnar vera með námskeið sem ber yfirskriftina Ampersand Detox en þær hafa unnið saman að fjöldamörgum verkefnum undir nafninu Ampersand.

„Það er nafnið á & tákninu svo það gefur augaleið að alltaf má bæta einhverju við.“

Á námskeiðinu munur þær deila Detox uppskriftum sem snúa að alhliða hreinsun á líkama, sál og heimilinu, „að ógleymdum vandræðalegum Detox og DIY mómentum“ bæta þær hlæjandi við.

„Vikuna eftir námskeiðið ætlum við svo að bjóða námskeiðsgestum sem hafa áhuga, að vera með í djúshreinsun, bjóða þeim í jógatíma hjá Evu og gufuna í Vesturbæ og bara almennt vera með mjög peppaðan liðasanda.“

Það er að þeirra mati áskorun að fara í Detox en að því sögðu þá getur það verið mjög skemmtilegt og hvetjandi.

„Bara að sjá að maður getur þetta eru verðlaun.“

Kaffi var það sem þeim þótti erfiðast að sleppa en eftir fjöldamargar djúsföstur tókst það og nú leyfa þær sér stöku bolla á tyllidögum.

„Kaffileysi var hrein martröð einu sinni, bara tilhugsunin um að sleppa morgunbollanum fékk okkur til að skjálfa. Þegar við vorum fyrst að prófa að sleppa kaffi áttum við nokkur frekar fynin móment þar sem við sáum ekki út um augun fyrir hausverk og eða gátum bara alls ekki haldið okkur vakandi, þá vorum við kannski eftir hálfan dag að hlaupa og hella í okkur kaffi eins og sannkallaðir fíklar á fyrsta staðnum sem við fundum. Svo tókst þetta bara á endanum, hver hefði trúað því.“

Hluti af því að njóta djúsföstunnar segja þær einnig vera að þú getur alltaf „bara sleppt því,“ máltíðin er ekki lengra í burtu en í næstu kjörbúð og það er hluti af því að gera góða djúsföstu betri, vitneskjan um að þú ert að gera það af því þig langar til þess, ekki af því þú þarft þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál