Lotuþjálfun dregur úr öldrun

Að stunda líkamsrækt getur dregið úr öldrun.
Að stunda líkamsrækt getur dregið úr öldrun. mbl.is/Thinkstockphotos

Bandarískir rannsakendur fundu það út að lotuþjálfun er besta þjálfunin til að draga úr öldrun hjá fólki á aldrinum 65 ára til 80 ára samkvæmt Women's Health. 

Rannsóknin gekk út á að finna hvers konar þjálfun hjálpar til við að draga úr öldrun. Gerðar voru prófanir annars vegar á fólki á aldrinum 18 til 30 ára og hins vegar á fólki á aldrinum 65 til 80 ára.

Lotuþjálfun kom betur út en styrktarþjálfun í rannsókninni.
Lotuþjálfun kom betur út en styrktarþjálfun í rannsókninni. mbl.is/Thinkstockpotos

Prófaðar voru þrenns konar æfingakerfi, lotuþjálfun, styrktaræfingar og blanda af styrktar- og lotuþjálfun. Í lotuþjálfuninni dór úr öldrun fruma hjá eldri um 69 prósent þátttakenda en hjá 49 prósent yngri þátttakenda. Lotuþjálfunin fór þannig fram að teknir voru hraðir hjólasprettir og hjólað hægar inn á milli.

Öll æfingakerfin hjálpuðu til við að draga úr líkum á sykursýki þó svo að lotuþjálfunin hefði mestu áhrifin. Styrktarþjálfunin kom síðan best úr þegar tekið var tillit til vöðvauppbyggingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál