Ester Eva berst fyrir lífi sínu – getur þú hjálpað?

Ester Eva berst við magakrabbamein á fjórða stigi.
Ester Eva berst við magakrabbamein á fjórða stigi. Ljósmynd/Gofoundme.com

Ester Eva Gunnarsdóttir er aðeins 28 ára gömul og berst við krabbamein. Hún er búsett í Bandaríkjunum en hún á íslenska foreldra. Ester Eva og fjölskylda hennar stofnuðu til hópsöfnunar á Gofoundme.com svo að Ester Eva geti haldið áfram að berjast fyrir lífi sínu.  

Að sögn móður Esterar Evu umturnaðist líf Esterar Evu á einungis þremur mánuðum. Þann 13. janúar síðastliðinn greindist Ester Eva með magakrabbamein á fjórða stigi. Ester Eva fer í lyfjameðferðir aðra hverja viku en planið er að nýta sér óhefðbundnar lækningar en Ester Eva er það veik að fjölskyldan er tilbúin að skoða allt.

Ester Eva á tvo litla stráka með manni sínum, þá Óðin Alexander þriggja ára og Viktor Þór sjö mánaða. Ester Evu, sem flutti til Bandaríkjanna þegar hún var lítil stelpa, dreymir um að geta gengið í hjónaband í ágúst.

Ester Eva er í venjulegri lyfjameðferð auk þess að nota óhefðbundnari læknismeðferðir. Þau vonast til þess að lyfjameðferðin geti gefið henni einhvern tíma en óhefðbundna aðferðin bjargað lífi hennar.

Ester Eva reynir nú að safna einni milljón og sjöhundruð þúsund krónum til þess að eiga fyrir læknismeðferðum. Hér er hægt að lesa sér betur til um veikindi Esterar Evu og leggja baráttu hennar lið.

Hægt er að leggja baráttu Esterar Evu lið á gofoundme.com.
Hægt er að leggja baráttu Esterar Evu lið á gofoundme.com. skjáskot/Gofoundme.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál