Fimm ástæður fyrir því að neglur klofna

Það er óþolandi þegar neglur brotna.
Það er óþolandi þegar neglur brotna. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt jafnpirrandi og klofnar neglur þegar maður er að safna nöglum. Þá er lítið annað í stöðunni en að klippa neglurnar og bíða þolinmóður. Það er þó hægt að fyrirbyggja þetta með ýmsum leiðum. Byrdie fór yfir fimm ástæður sem geta valdið klofnum og brotnum nöglum.

Þrif og uppvask

Loksins afsökun fyrir því að sleppa við að vaska upp, eða hvað? Ef að neglurnar eru sterkar og brotna samt er líklega eitthvað sem þú ert að gera sem leiðir til þess að neglurnar brotni. Þegar fólk þrífur hvort sem það er þurrka af eða vaska upp blotna neglurnar gjarnan. Ástæðan fyrir því að þær brotna síðan er vegna þess að neglurnar eru alltaf að blotna og þorna til skiptis, þar af leiðandi verða neglurnar þurrar og brothættar.

Æfingar

Hamagangur á æfingum getur leitt til þess að neglur brotni. Þeir sem synda mikið eiga einnig gjarnan við nagla vandamál að stríða. Enn og aftur er það vatnið sem hefur áhrif á neglurnar. Húðsjúkdómalæknir mælir með því fyrir þá sem synda mikið að synda með hanska og taka inn bætiefni.

Það er ekki gaman að vera með klofnar neglur þegar …
Það er ekki gaman að vera með klofnar neglur þegar maður vill naglalakka sig fínt. mbl.is/Thinkstockphotos

Neglurnar pússaðar á rangan hátt

Ef fólk pússar neglurnar ekki rétt getur það verið ástæðan fyrir brotnum nöglum. „Oft brotna neglurnar vegna þess að naglaþjölin er of gróf,“ sagði sérfræðingur. „Ef það er málið opnar hún naglaböndin og það gerir neglurnar viðkvæmar.“ Það ætti líka alltaf að pússa neglurnar frá vinstri til hægri til þess að halda naglaböndunum lokuðum.

Stress

Stress er auðvitað ástæða flestallra vandamála. Ef fólk er stressað nær það ekki að vinna almennilega úr þeirri næringu sem það innbyrðir, þess vegna getur verið að líkaminn fái ekki nóg af steinefnum til þess að styrkja neglurnar.

Ekki nógu mikið járn

Járnskortur er algeng ástæða fyrir klofnum nöglum. Það er gott að vera viss um að innbyrða nógu mikið járn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál