Sértæk markmið í baráttunni við aukakílóin

Góð markmið skipta máli í baráttunni við aukakílóin.
Góð markmið skipta máli í baráttunni við aukakílóin. mbl.is/Thinkstockphotos

Að borða hollt, að léttast og hreyfa sig meira eru algeng markmið hjá fólki sem er að reyna að grennast. Þessi markmið eiga það þó sameiginlegt að vera opin og almenn. Þegar verið er að reyna að léttast er gott að setja sér sértæk markmið eins og Women's Health fór yfir. 

Settu þér háleit markmið 

Í nýlegri rannsókn kom í ljós að þær konur sem misstu flest kíló voru þær sem settu sér háleitustu markmiðin. Þetta er þvert á það sem lengi hefur verið haldið fram, að það sé gott að setja sér lítil og raunsæ markmið. Victoria A. Catenacci, prófessor í læknisfræði, segir að niðurstaðan geti leitt til nýrra leiða fólks í því að léttast þar sem litlum sigrum er fagnað á meðan unnið er í stóra markmiðinu. 

Skoðaðu fataskápinn 

Fyrir suma virkar það hvetjandi að reyna að passa í fötin sem fólk var í síðasta sumar á meðan unnið er í langtímamarkmiðum. 

Undirbúðu þig fyrir viðburð

Skoðaðu dagatalið og sjáðu hvort það sé ekki einhver viðburður sem þú vilt vera í frábæru formi á. Það getur virkað sem hvatning og það hjálpar oftast að vera með eindaga á hlutum. 

Skráðu þig í hlaup

Ef þú ert að reyna að hreyfa þig meira er sniðugt að skrá sig í einhverja keppni eins og til dæmis Reykjavíkurmaraþonið. 

Kryddaðu matinn þinn 

Krydd getur hjálpað til að auka næringargildið án þess að fleiri kaloríur séu innbyrtar. Krydd getur líka hjálpað líkamanum að stjórna insúlíni betur, sem getur hjálpað þér í baráttunni við aukakílóin. Settu kanil á hafragrautinn eða túrmerik í þeyting. 

Diskurinn á að vera helmingur grænmeti

Það þarf ekki endilega að breyta mataræðinu mjög mikið. Það er einfalt að gera matardiskinn litríkari með því að bæta grænmeti á hann. 

Gakktu meira í hverri viku

Það er fátt hættulegra en að sitja of mikið á rassinum. Reyndu að ganga meira. Gakktu á staði sem þú ert vön/vanur að keyra á. Farðu síðan lengra í hverri viku. 

Það getur verið hvetjandi að skrá sig í almenningshlaup.
Það getur verið hvetjandi að skrá sig í almenningshlaup. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál