4 hlutir sem hjálpa þér að léttast í sumar

Það er um að gera að nýta góða veðrið og …
Það er um að gera að nýta góða veðrið og stunda hreyfingu utandyra. mbl.is/Thinkstockphoto

Fólk á það til að leggjast í leti og leyfa sér meira á sumrin en á veturna. Hér eru nokkrir hlutir sem geta hjálpað þér að léttast eða að minnsta kosti hjálpað þér að halda þér í sömu þyngd yfir sumarið. 

Hreyfðu þig

Nýttu góða veðrið og hreyfðu þig utandyra. Það er um að gera nýta sumarfríið í skemmtilega fjallgöngu eða sundferðir. Eftir nokkrar vikur verður þetta orðið að ávana. 

Grænmeti og ávextir

Ávextir og grænmeti er sérstaklaga gott á sumrin og því er um að gera að borða nóg af því enda mun hollara en grillmaturinn. 

Ekki gleyma dagabókinni

Það er auðvelt að fylgja hjartanu og gera bara það sem mann langar til á sumrin. Hins vegar er gott að gleyma ekki alveg dagskránni sinni enda ekki hollt að borða hvað sem er, hvenær sem er og hætta fylgja rútínunni sinni. 

Farðu varlega í sumargleðinni

Það virðast vera endalaus tækifæri til að grilla og fá sér bjór með vinum og fjölskyldu eða skella sér í ísbíltúr á sumrin. Hins vegar er varhugavert að gera þetta að daglegu brauði. Gott er að minna sig á að allt er gott í hófi. 

Ávextir og grænmeti er sérstaklega gott á sumrin.
Ávextir og grænmeti er sérstaklega gott á sumrin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál