Gott lyktarskyn, hægari brennsla

Þeir sem eru með gott lyktarskyn eru með hægari brennslu.
Þeir sem eru með gott lyktarskyn eru með hægari brennslu. Thinkstock Photos

„Ég má ekki finna lyktina af pítsu án þess að fitna,“ er grín sem margir hafa heyrt á ýmsum samkomum.

Flestum til mikillar armæðu hafa nýjustu rannsóknir sýnt að það gæti verið eitthvað til í þessum brandara.

Bara það að finna lyktina af mat getur leitt til þyngdaraukningar samkvæmt nýrri rannsókn þar sem mýs með gott lyktarskyn fitnuðu gífurlega á meðan mýs með slæmt lyktarskyn átu það sama án þess að fitna neitt.

Það er ekkert leyndarmál að lyktarskynið er mikilvægur partur í bragði matarins sem maður borðar en það útskýrir ekki mismunun í þyngdaraukningu. Þetta þýðir það að það sem fer inn í nefið á okkur þegar við finnum lykt hefur meiri áhrif á líkamann en áður var haldið.

Rannsóknin fann það að mýsnar með verra lyktarskyn voru með miklu hraðari brennslu en hinar mýsnar.

Þegar vísindamennirnir tóku lyktarskynið af feitu músunum þá léttust þær töluvert þó svo að mataræðið þeirra breyttist ekkert. Þetta gefur til kynna að það að missa lyktarskyn, jafnvel í stuttan tíma, herðir á brennslu líkamans.

Það er samt sem áður vert að nefna að lyktarskynið gerir okkur margt gott. Fyrir stuttu sýndi rannsókn fram á það að gott lyktarskyn væri mikilvægt fyrir meira og skemmtilegra félagslíf og önnur rannsókn fann að án lyktarskyns ættir þú á hættu við að missa alla kynhvöt.

Sama hvað þú borðar, ef lyktarskynið er gott muntu þyngjast …
Sama hvað þú borðar, ef lyktarskynið er gott muntu þyngjast meir en þeir sem eru með slæmt lyktarskyn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál