Langar að gefa af sér

Bergsveinn Ólafsson ætlar að deila ráðum tengdum heilbrigðum lífstíl á …
Bergsveinn Ólafsson ætlar að deila ráðum tengdum heilbrigðum lífstíl á blogginu sínu.

Knattspyrnumaðurinn Bergsveinn Ólafsson, eða Beggi eins og hann er kallaður, er byrjaður að blogga. Beggi er líklega eini leikmaðurinn í Pepsi-deild karla sem heldur úti bloggsíðu en hann spilar með FH. Begga er annt um líkamlega og andlega heilsu og ætlar hann að ausa úr viskubrunni sínum með lesendum.

Beggi var að klára BS-gráðu í sálfræði og er á leiðinni í meistaranám í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Því liggur vel fyrir honum að skrifa um mataræði og andlega og líkamlega heilsu. Beggi segir andlega þáttinn skipta miklu máli þegar maður vill ná árangri.

Sjálfur reif Beggi sig upp úr miðjumoði í fótboltanum með því að taka mataræðið í gegn og byrja að stunda aukaæfingar. Viljinn til að gera betur smitaðist síðan út í aðra þætti í lífinu. „Í tengslum við boltann þá var ég í B-liði og var að horfa á A-liðið keppa og það var svona turning point hjá mér. Mig langaði að vera í þessu A-liði og síðan þá hef ég verið hægt og bítandi að bæta ýmsa þætti í lífinu.“

Bergsveinn spilar knattspyrnu með FH.
Bergsveinn spilar knattspyrnu með FH.

Þegar Beggi uppgötvaði að hann vildi ná lengra segir hann ákveðið ferli hafa farið í gang. Hann byrjaði á því að taka mataræðið í gegn. Nú er Beggi vegan en hann lýsir því einmitt á síðunni sinni að margir haldi að það fari ekki saman að vera vegan og að vera íþróttamaður. Hann byrjaði síðan að æfa aukalega. „Þá kannski æfði maður of mikið og rangt. En nú er maður byrjaður að æfa skynsamlegar og borða skynsamlegar. Þetta er ferli sem tekur bara tíma og ég held að þetta taki bara tíma hjá fólki,“ segir Beggi. 

Beggi segir að hugmyndin að blogga hafi verið fljót að fæðast. „Ég hef gaman af því að læra sjálfur og verða gáfaðri í dag en ég var í gær. Ég var að lesa bók og var að skrifa niður úr bókinni mínar pælingar í kringum það og þá datt mér í hug af hverju ég væri ekki að deila þessu með öðrum líka, svo fleiri gætu nýtt það sem ég væri að gera og mínar pælingar.“

Bergsveinn Ólafsson.
Bergsveinn Ólafsson.

Spurður að því hversu mikilvægt það sé fyrir íþróttafólk eins og hann að huga að mataræði og andlegri heilsu segir hann að það geti verið lykillinn að því sem skilur þá sem ná miklum árangri að frá þeim sem ná hæfilega miklum árangri. „Ég held að það séu svona ýmsar prósentur hér og þar eins og til dæmis með að sleppa skyndibita, að vera hollur í mataræði, að æfa meira en hinir, svefn og andlega heilsa. Þetta litla sem súmmerast inn í eitt stórt.“

Beggi segir félaga sín í fótboltanum klárlega hugsa um heilsu og mataræði þó svo það sé alltaf hægt að bæta sig í þeim málum. „Það þarf allt að vera í ágætum málum í lífinu ef þú ætlar að ná árangri í fótbolta, íþróttum eða í lífinu. Þú getur náttúrulega aldrei verið fullkominn á öllum sviðum en ef þér líður vel í lífinu þá smitast það út í það sem þú ert að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál