Kampavínsglas á dag kemur heilsunni í lag

Efni sem finnst í kampavíni kemur í veg fyrir sjúkdóma …
Efni sem finnst í kampavíni kemur í veg fyrir sjúkdóma eins og elliglöp og Alzheimer. AFP

Rannsóknarmenn hafa fundið út að það að drekka þrjú glös af kampavíni á dag getur hjálpað að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og heilabilun og Alzheimer.

Efni var uppgötvað í rannsókninni sem finnst í svörtu vínberjunum sem eru notuð til þess að búa til kampavín, pinot noir og pinot meunier, og það efni getur komið í veg fyrir heilasjúkdóma og lagað minni fólks. 

Prófessor í lífefnafræði við Reading-háskóla, Jeremy Spencer, sagði að heilabilun byrji venjulega um fertugsaldurinn og hnignunin sé hæg. Þess vegna er betra að byrja að drekka kampavín fyrr en seinna. 

Hann bætti við að þessi rannsókn sé mjög spennandi þar sem að hún sýni fram á að hófsöm drykkja kampavíns geti haft jákvæð áhrif á starfsemi heilans.  

Elísabet Englandsdrottning drekkur kampavín.
Elísabet Englandsdrottning drekkur kampavín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál