Heilsa snýst ekki um útlit líkamans

Alexander segir frá reynslu sinni við að reyna að lifa …
Alexander segir frá reynslu sinni við að reyna að lifa heilbrigðum lífsstíl. skjáskot/Instagram

Líkamsræktarkonan Elianne Alexander hefur eytt síðasta ári í að hvetja fólk til þess að sækjast eftir heilbrigðum lífstíl í staðinn fyrir sérstaka líkamslögun. Þó svo að Alexander líti út fyrir að lifa heilbrigðum lífstíl léttilega hefur hún viðurkennt fúslega að það var henni mjög erfitt ferli að komast á þann stað sem hún er á í dag. 

Nýlega birti hún mynd á Instagram-síðu sinni þar sem að hún lýsir breytingunum sem hún hefur farið í gegnum síðustu 16 árin. Hún deildi reynslu sinni frá því að vera hættulega grönn, yfir í að vera í yfirþyngd og nú þar sem hún er heilsusamleg og hamingjusöm með þyngd sína.

„Þegar ég var yngri hélt ég að því fleiri bein sem sæjust í gegnum húðina, því sætari væri konan,“ sagði Alexander í viðtali við Shape. „Það var mín skilgreining á fegurð.“

Þegar Alexander var tvítug hreyfði hún sig ekkert, í staðinn sleppti hún því að borða alveg þangað til hún var svo sársvöng að hún át yfir sig. Þegar hún varð 23 ára sagði læknir hennar henni að hún væri svo létt að hún gæti ekki eignast barn. 

Það var þá sem hún vissi að hún yrði að borða meira og þyngdist þá um rúmlega 40 kíló. „Þetta var ekki bara erfitt vegna þess að mér leið illa með sjálfa mig heldur var ég einnig dauðþreytt eftir að labba rúman kílómetra.“

Til þess að losna við aukakílóin ákvað Alexander að prófa Atkins-mataræðið og taka smá brennslu í ræktinni. Hún var á þessu mataræði í tvö ár áður en að hún prófaði síðan einhverja megrunar- og safakúra. „Ég var svo hrædd við að þyngjast aftur að ég drakk alls konar sukk bara svo ég þyrfti ekki að borða neinn mat.“

Það var ekki fyrr en í ágúst 2015, þegar hún byrjaði að æfa með hópi fólks, að hugmyndir hennar um heilsu fóru að breytast og verða heilbrigðari. Nú veit hún að hún á að einbeita sér að því hvernig henni líður, ekki hvernig hún lítur út.

„Markmið mín snúast bara um hvað líkaminn minn getur gert í staðinn fyrir hvernig hann er í speglinum,“ sagði hún. „Það skiptir mig engu máli lengur.“

Nú pælir Alexander ekkert í líkamanum og er alsæl.
Nú pælir Alexander ekkert í líkamanum og er alsæl. skjáskot/Instagram

•💛20 years old: Mix of binge eating followed by days of "cleansing" aka: not eating. I never worked out, but I never thought I was "thin enough". I could see my ribs, but that was always my goal. Back then, I NEVER thought my outlook was unhealthy. •💛23 years old: just had a baby, gained 95 pounds. If you've ever met me, you know I have a VERY small frame. Simple daily actions like walking up and down the stairs felt difficult and exhausting. I went on a diet and consumed only 20 grams of carbs/day (I did this for 2 years straight, and yes I was VERY strict about those 20 grams). This was unhealthy! For the next 10 years, I couldn't find balance. Bottom line: I wasn't happy. •💛36 years old: I'm not striving to "see my ribs", or get a "thigh gap", or a "bikini bridge". I'm certainly not trying to get rid of a "hip dip" either. Seriously, who comes up with these damn beauty standards? 🙄👊🏼 I'm happy, I eat intuitively and work out regularly. I'm not trying to achieve a physical goal, I'm enjoying life. I fell in love with fitness when I stopped paying attention to the trends. 💖I don't need to prove to anyone that I'm "real". I don't need to take a highly unflattering photo and post it captioning "look at me, I'm imperfect, I'm real, I love my flaws,..." Honestly, I'm here to tell you this: Strength FEELS great! 🏆Body image trends will come and go, ignore them! Be motivated and inspired by what you can do, rather than by how you look. Life is too short to worry about all the petty stuff. If you're here for fitness motivation, then have faith, and take it from me: you CAN do it! 🙌🏽Fitness should be about health and strength. You've got one life, take control and give it your best effort. Screw the beauty standards, don't lose your focus: get up, work out, eat healthy, FEEL the strength, and do it for YOU!🏆💖- - - #transformation #beforeandafter #trend #strength #doitforyou #beautystandards #bopo

A post shared by Elianne Alexander (@eliannealexander) on Jul 24, 2017 at 4:57am PDT



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál