„Útlitið bíttar ekki baun“

Elísabet reyndi að klæða sig í sömu fötin ári seinna …
Elísabet reyndi að klæða sig í sömu fötin ári seinna með misjöfnum árangri.

Elísabet Ólafsdóttir eða Beta Rokk eins og margir þekkja hana sem gaf útlitsdýrkuninni puttann með nýjum myndum á heimasíðu sinni. En Facebook minnti Elísabetu á mynd sem birtist fyrir einu ári þar sem hún var í gulri Clueless-dragt. Hún fékk bróður sinn til að taka mynd af sér af tilefninu en Elísabet hefur þyngst upp 30 kíló á síðustu fjórum mánuðum og passaði dragtin því frekar illa og svitnaði Elísabet bara við það að klæða sig í hana.  

Elísabetu finnst svo merkilegt að hún sé að fara í flækju yfir útlitinu enda sé þetta bara líkami. „Þó ég sé stór þá líður mer alltaf vel að fara í sund. Þetta er bara líkami,“ segir Elísabet og ákvað bara að troða sér í fötin. Þrátt fyrir þetta líður Elísabetu ekki alltaf vel enda svitnar hún til dæmis við það að klæða sig og sinna heimilisverkum. Að grennast snýst því ekki um útlitið heldur vellíðan.

Elísabet hefur rokkað mikið í þyngd.
Elísabet hefur rokkað mikið í þyngd.

„Ég er búin að prófa að vera í kjörþyngd og útlitið bíttar ekki baun. Ég man þegar ég var mjó þá héldu allir að ég væri miklu eldri en ég var og héldu að ég væri lasin en þetta snýst um úthaldið og að geta varla loftað rassinum, það böggar mig,“ segir Elísabet. En eins og áður segir þyngdist hún um 30 kíló á nokkrum mánuðum eftir að hún byrjaði að borða sykur og sterkju aftur eftir áramót.

„Ég verð alveg fúl að sjá þetta fjall fyrir framan mig en ef ég gref dýpra þá er ég aðallega fúl yfir því að vera svona þreytt og ég verð alltaf þreytt þegar ég er svona stór. Ég fæ dýpri rödd, ég anda dýpra það er allt erfiðara.“

Elísabet segist því ekki svífa um á bleiku skýi þegar hún er grennri en það sé auðveldara að gera venjulega hluti eins og að fara út í búð og það skipti máli.

Elísabet hefur áður birt upplífgandi greinar um líkama sinn á heimasíð. „Þegar ég var fertug þá var ég alveg nýorðin svona feit og þá fór ég í bleikan fimleikabol og gerði dansmyndband,“ segir Elísabet. En hún byrjaði með heimasíðuna til þess að takast á við þunglyndi sem hún greindist með fyrir ári síðan. „Þetta blogg er svona núvitundin mín,“ segir Elísabet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál