Skemmtilegt hlaupaplan Birgittu Lífar

Birgitta Líf Björnsdóttir er einn af meðlimum RVK-fit.
Birgitta Líf Björnsdóttir er einn af meðlimum RVK-fit.

Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Íslands og flugfreyja birti skemmtilegt hlaupaplan sitt og allra stelpnanna í RVK-fit á Trendnet fyrr á dögum.

RVK-fit er hópur sem samanstendur af sjö stelpum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu. Saman stjórna þær Snapchat-aðgangi þar sem þær leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með þeirra daglegu lífi, þar sem hreyfing og hollt mataræði er í forgrunni.

Þjálfari Birgittu, Mark Johnsson, setti hlaupaplanið upp fyrir hana áður en hann fór í sumarfrí sem að hún ætlar að fylgja þangað til hann kemur aftur. 

„Hlaupaplanið sem Mark setti saman er að mínu mati mjög skemmtilegt og fjölbreytt og það sem mestu skiptir; raunhæft, skrifar Birgitta á blogg-síðu sinni.

Birgitta bætir við að hægt sé að taka hlaupin bæði úti og inni á góðu hlaupabretti. Planinu líkur eftir 10 kílómetra. Hún endar síðan færslu sína á því að minna fólk á því að vera alltaf í góðum hlaupaskóm til þess að „passa uppá fæturna okkar, liðina og líkamsstöðuna.“

Hér má sjá hlaupaplanið í heild sinni:

HLAUPAPLAN RVKFIT

(credit: Mark Johnson)

1. vika

Mán: 20 mín hlaup; 10 x 1 mín hlaup // 10 x 1 mín labb

Þri: 1 klst hjól (inni eða úti)

Mið: 3 x 100m brekkusprettir + 3 x 150m brekkusprettir (úti eða með halla á hlaupabretti)

Fim: 3 km hlaup

Fös: Sprettæfing; 2 x 100m sprettir – 85% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 2 x 60m sprettir – 90% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 2 x 30m sprettir – 100% hraði – 2 mín hvíld á milli

Lau: 25 mín hlaup á þægilegum hraða

Sun: Hvíld

2. vika

Mán: 20 mín hlaup; 10 x 1 mín hlaup // 10 x 1 mín labb

Þri: 40 mín skíðatæki (crosstrainer)

Mið: Hvíld

Fim: 5 km hlaup

Fös: Sprettæfing; 3 x 100m sprettir – 85% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 3 x 60m sprettir – 90% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 3 x 30m sprettir – 100% hraði – 2 mín hvíld á milli

Lau: 30 mín hlaup á þægilegum hraða

Sun: Hvíld

3. vika

Mán: 20 mín hlaup; 10 x 1 mín hlaup // 10 x 1 mín labb

Þri: 1 klst hike

Mið: 5 x 100m brekkusprettir + 5 x 150m brekkusprettir (úti eða með halla á hlaupabretti)

Fim: 8 km hlaup 

Fös: Sprettæfing; 4 x 100m sprettir – 85% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 4 x 60m sprettir – 90% af hámarkshraða – 2 mín hvíld á milli // 4 mín hvíld // 4 x 30m sprettir – 100% hraði – 2 mín hvíld á milli

Lau: 35 mín hlaup á þægilegum hraða

Sun: Hvíld

4. vika

Mán: 20 mín hlaup; 10 x 1 mín hlaup // 10 x 1 mín labb

Þri: Sundæfing; 100m – 2 mín hvíld // 200m – 3 mín hvíld // 300m – 4 mín hvíld // 300m – 4 mín hvíld // 200m – 3 mín hvíld // 100m

Mið: 7 x 100m brekkusprettir + 7 x 150m brekkusprettir (úti eða með halla á hlaupabretti)

Fim: 10 km hlaup

Fös: Hvíld

Lau: 40 mín hlaup á þægilegum hraða

Sun: Hvíld 

Birgitta er í frábæru formi.
Birgitta er í frábæru formi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál