Hætt í sjálfsvorkunn og ætlar að léttast

Tinna Freysdóttir.
Tinna Freysdóttir. Ljósmynd/aðsent

Tinna Freysdóttir er 28 ára lífsstílsbloggari, eiginkona og tveggja barna móðir sem hefur sett sér það markmið að missa níu kíló á næstu níu mánuðum. Á síðustu tveimur árum hefur Tinna marfoft í átak til að losa sig við aukakílóin en alltaf gefist upp. Í þetta skiptið segir hún hlutina öðruvísi og ætlar að leyfa öllum að fylgjast með ferlinu á blogginu sínu og á Snapchat undir nafninu tinnzy88.

Tinna ásamt fjölskyldu sinni.
Tinna ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/aðsent

Eftir sitt fyrsta barn var Tinna í frábæru formi og full sjálfstrausts en faðir Tinnu veiktist alvarlega fyrir tveimur árum þegar hún var ólétt að seinna barninu, sem tók á bæði andlega og líkamlega.

„Eftir að pabbi veiktist bætti ég kílóum á mig á núll einni,“ sagði Tinna. „Allt í einu voru það ekki þrjú kíló sem ég vildi losna við heldur níu,“ bætti hún við þar sem markmið hennar er að verða jafn þung og hún var fyrir barneignir sínar.

Hætt að vorkenna sjálfri sér

Pabbi Tinnu lést í júní á þessu ári og ákvað Tinna þá að snúa blaðinu við og setja sér þetta ákveðna markmið. Hún segir pabba sinn jafnframt hafa oft hvatt hana til þess að huga að heilsunni þar sem að hún væri svo mikilvæg.

„Ég er hætt að vorkenna sjálfri mér. Ég var búin að reyna að léttast þegar pabbi var veikur en var alltaf í sjálfsvorkunn og langaði bara í nammi og kók.“

Tinna segir að pabbi hennar verði hennar helsta hvatning í átakinu og muni hún þess vegna ekki gefast upp. „Ég þarf bara að hugsa um hann og ímynda mér að hann siti hjá mér og segi mér að hætta þessari vitleysu ef ég reyni að fá mér nammi. Hann mun hjálpa mér í gegnum þetta.“

Tinna var mjög náin pabba sínum en hann er helsta …
Tinna var mjög náin pabba sínum en hann er helsta hvatning hennar í átakinu sínu. Ljósmynd/aðsent

Mataræðið skiptir öllu

Hún segir þetta allt byrja með bættu mataræði en á hverjum sunnudegi skrifar hún matardagbók með því sem hún ætlar að elda fyrir vikuna. Matardagbókin hjálpar henni að vera skipulögð en hún borðaði mikið af skyndibita áður fyrr því hún vissi einfaldlega ekki hvað hún ætlaði að hafa í matinn.

Áður fyrr sleppti hún alltaf að borða morgunmat en nú passar hún sig að fá sér alltaf hafragraut eða morgunkorn strax þegar hún vaknar og borða oft, í litlu magni, yfir daginn. Hún segir erfiðast að sleppa því að fá sér eitthvert snarl eftir kvöldmat en reynir þó að sleppa því eftir bestu getu. Í versta falli fær hún sér popp eða poppkex.  

Til að fylgjast með árangri sínum ætlar hún svo að skrifa niður þyngd sína hverja einustu viku og sjá þá hvernig henni miðar áfram.

Mjög bjartsýn á að ná markmiðinu

Tinna byrjaði í átakinu 15. ágúst og segir það hafa gengið mjög vel. Hún er bjartsýn og þess fullviss að hún nái markmiðinu í þetta skiptið þar sem hún er að gera þetta fyrir pabba sinn.

Hún minnir fólk að lokum á að það virki best að finna sér eitthvað sem hvetur mann áfram til þess að halda manni við efnið. „Það er nefnilega mjög auðvelt að byrja í átaki en auðveldara að hætta í átaki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál