Fyrstu skrefin í að minnka sykurneyslu

mbl.is/ThinkstockPhotos

„Það að hætta að borða allan sykur á einu bretti er kannski eitthvað sem hentar sumum og ef það er leiðin sem þú kýst að fara gerir þú það ekki spurning. Ég ætla hins vegar að leggja til að þú notir þessa fyrstu viku til að hreinsa það augljósa og allra versta úr skápunum og verðir meðvitaðri um hvar sykur er að finna. Þetta fjallar samt ekki bara um að sleppa heldur líka að bæta inn í mataræðið því það er mikilvægt að þú fáir öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast til að verkefnið gangi upp,“ segir Gunnar Már Kamban í sinni nýjustu grein: 

Með því að verja fyrstu dögunum eða vikunni jafnvel í nokkurs konar aðlögun verður allt framhaldið mun auðveldari. Fyrstu dagana skaltu setja þér nokkur markmið varðandi matinn sem tiltölulega auðvelt er að fylgja en skipta miklu máli varðandi sykurlöngunina og geta dregið verulega úr henni.

Gunnar Már Kamban verður lesendum innan handar í Sykurlausum september …
Gunnar Már Kamban verður lesendum innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drekktu vel af vatni

Þetta hljómar eins og elsta og þreyttasta trikkið í bókinni en taktu eftir að þetta er engu að síður fyrsta ráðið sem ég gef þér. Það er bara þannig að vatnsdrykkja er gríðarlega mikilvæg fyrir ótal margt, þar með talið matarlystina og sykurlöngunina. Einmitt, að drekka vatn minnkar líkurnar á því að þig langi í sykur svo skál í botn. Ef þú ert ekki mikið fyrir vatnið geturðu fengið þér sódavatn.   

Slepptu eða stórdragðu úr gosdrykkjaneyslu (á líka við um orkudrykki og aðra sykraða drykki)


Gosdrykkir eru afar háir í sykri og ansi nákvæm lýsing á þeim eru að þeir eru fljótandi súkkulaðistykki. Þá verður að taka þá út í fyrstu vikunni eða alla vega stórdraga úr neyslu þeirra. Það er óvitlaust að taka stökkið alveg yfir í sódavatnið því það að skipta yfir í sykurlausa drykki hefur strax gríðarlega jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Íþróttadrykkir eru einnig mjög sykraðir og orkudrykkir eru verstir varðandi sykurinn svo það er bless bless við þá alla.

Slepptu ávaxtasöfum – borðaðu frekar ávexti í staðinn

Þegar ávaxtasafar eru gerðir eru ávextir teknir og pressaðir. Sykurinn (frúktósinn) er sem sagt hirtur og restin fer í ruslið. Ávaxtasafar eru á pari við gosdrykki varðandi sykurinnihaldið þótt það sé annað form af sykri og þó að einhverjir þeirra innihaldi eitthvert magn andoxunarefna og vítamína eru þeir ekki góður kostur til að fá þessi annars nauðsynlegu efni í kroppinn. Borðaðu ávextina heila og slepptu safanum núna fyrstu vikuna, allt annað og betra mál.

Slepptu eða dragðu úr sælgætisáti

Þessi vika fer í að draga verulega úr nammi. Nammi er auðvitað ekkert nema sykur og oft fita og það að borða mikið nammi býður ekki upp á neitt annað en að þig langi í enn meira nammi. Erfitt getur verið að brjótast út úr þessum vítahring ef þú ætlar að halda áfram að borða það. Það hefur þó mun minni áhrif á blóðsykurinn að borða nokkra mola í stað þess að borða heilan poka svo ég mæli með að minnka það verulega á fyrstu metrunum og gera plan um hvernig umgengninni verður framvegis háttað.

Byrjaðu daginn rétt

Hugaðu að morgunverðinum með því að stórminnka einföld kolvetni og sykrað morgunkorn. Að borða eitthvað sem inniheldur nær ekkert nema kolvetni í morgunverð er ekki málið ef þú vilt halda jafnvægi á blóðsykrinum. Notaðu ósykraðar mjólkurvörur eins og gríska jógúrt, hreina AB-mjólk og hreint skyr til að fá prótein. Notaðu til dæmis chia-fræ til að fá trefjarnar og kókosflögur, möndlur og hnetur (muldar) til að fá góðar fitur.  

Þetta er gott start og byrjunin á heilsusamlegri og sykurminni september.

Þarftu stuðning í sykurleysinu? Vertu með á síðunni Sykurlaus september á Smartlandi á facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál