„Við erum ekki að stuðla að fitufordómum“

Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er kölluð …
Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er kölluð þjálfar keppendur í Biggest Loser.

Gurrý Torfadóttir Biggest Loser þjálfari sagði við Svala og Svavar í morgunþætti K100 að Biggest Loser hefði hjálpað mörgum að komast á strik. Þættirnir hefðu hvatt þá sem eru í ofþyngd að byrja að hreyfa sig. 

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir sem er í samtökum um Líkamsvirðingu gagnrýndi Biggest Loser harðlega á dögunum. Þegar Svali og Svavar spurðu Gurrý út í Töru og hennar skoðanir sagði Gurrý að það væri kominn tími á að Tara léti til sín taka. Hætti að gagnrýna og færi að skrifa uppbyggilega pistla í stað þess að rakka niður það sem aðrir gera. 

„Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. 

Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í þættinum í morgun. Hljóðbrotið má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál