Sjö atriði sem auka líkur á skilnaði

Mörg hjónabönd enda í klessu.
Mörg hjónabönd enda í klessu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það ætlar sér enginn að skilja þegar hann giftir sig. Staðreyndin er hinsvegar sú að ansi mörg hjónabönd enda með skilnaði. Buisness Insider tók saman nokkur atriði sem rannsóknir gefa í skyn að hækki skilnaðartíðnina. 

1. Að giftast ungur eða eftir 32 ára

Þó svo að það sé best að gifta sig þegar maður er tilbúinn til þess þá benda rannsóknir til þess að skilnaðartíðni sé hærri á meðal fólks sem giftir sig mjög ungt eða eftir 32 ára aldurinn. Heppilegasti aldurinn til að gifta sig væri þá á milli 25 og 32 ára. Þetta getur þó vissulega verið snúið þegar hjón eru ekki á sama aldri. 

2. Eiginmaður sem vinnur ekki fulla vinnu

Harvard-rannsókn bendir til þess að það sé ekki fjárhagurinn sem hefur áhrif á skilnaðinn heldur misskipting á vinnuframlagi. Vísindamaðurinn Alexandra Killewald komst að því ef að karlmaðurinn vann ekki fulla vinnu jukust skilnaðarlíkurnar. Það er áhugavert að líta til þess að það skipti ekki máli hversu mikið konan vann. 

3. Að klára ekki menntaskóla

Rannsókn leiddi það í ljós að skilnaður var líklegri hjá fólki sem var minna mentað en hjá því fólki sem var með meiri menntun. Ástæðan gæti verið sú að minni menntun fylgir oft lægri innkoma og getur stress vegna þess smitast út í hjónabandið. 

4. Að sýna maka sínum fyrirlitningu

Ýmislegt í hegðun fólks getur gefið í skyn að það verði ekki hjá skilnaði komist. Þetta er fyrirlitning þar sem maki lítur niður á maka sinn. Gangrýni, þar sem hegðun er breytt í staðhæfingu um makann. Varnarviðbrögð, þegar fólk spilar sig sem fórnalamb í erfiðum aðstæðum og kemur í veg fyrir samræður. 

5. Að sýna of mikla ástríðu á hveitibrauðsdögunum

Þó það sé jákvætt að sýna maka sínum ást getur of mikil ástríða á hveitibrauðsdögunum verið merki um að illa fari fyrir sambandinu. Talið er að ástæðan geti verið sú að það sé erfitt að viðhalda svo miklum ástarblossa. 

6. Að draga sig í hlé í rifrildi

Þegar maki þinn reynir að tala við þig um eitthvert erfitt mál reynir þú þá að draga þig í hlé? Ef svo er hjónabandið í meiri hættu á að enda í skilnaði. 

7. Lýsir sambandinu á neikvæðan hátt

Í rannsókn sem var gerð árið 1992 á því hvernig fólk talar um samband sitt kom í ljós að vísindamennirnir gátu spáð um hverjir ættu eftir að skilja. Orðræðan og hvernig fólk talar um samband getur því gefið ýmislegt í skyn. 

Ekki öll hjónabönd endast út ævina.
Ekki öll hjónabönd endast út ævina. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál