Einhleypir menn í offituáhættu

Það getur verið freistandi fyrir einhleypt fólk að borða bara …
Það getur verið freistandi fyrir einhleypt fólk að borða bara fyrir framan sjónvarpið. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmenn sem borða einir eru í 45 prósent meiri hættu á að þróa með sér offitu en þeir sem snæða í félagsskap annarra. Þar sem einhleypir karlmenn borða líklega oft einir er óhætt að álykta að þeir séu í meiri hættu en karlmenn í samböndum. 

Independent greinir frá því að vísindamenn við háskóla í Seúl í Suður-Kóreu hafi komist að því að tenging var á milli þess að borða einsamall og vera með háan blóðþrýsting og hátt kólesteról. Þrátt fyrir að þetta ætti við bæði kynin þá hafði þetta mun meiri áhrif á karlmenn. 

Þessar afleiðingar mátti greina hjá þeim einstaklingum sem borðuðu einir síns liðs oftar en tvisvar á dag. Þessir einstaklingar voru oft einhleypir, bjuggu einir og áttu það til að sleppa máltíðum. 

Hvatinn að rannsókninni var að heimili eru að verða fámennari og sífellt fleiri kjósa að búa einir. 

Þeir sem borðuðu einir áttu það til að safna magafitu.
Þeir sem borðuðu einir áttu það til að safna magafitu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál