Hryllingsmyndir keyra upp brennsluna

Það er gott að láta aðeins bregða sér.
Það er gott að láta aðeins bregða sér. mbl.is/Thinkstockphotos

Það hefur sjaldan verið talið heilsusamlegt að liggja uppi í sófa og horfa á bíómynd. Indy100 greinir þó frá rannsókn sem sýnir að ákveðnar hryllingsmyndir geta jafnast á við hálftíma langan göngutúr. 

Góð hryllingsmynd með nokkrum ágætum „bregðuatriðum“ getur greinilega komið brennslunni af stað ef eitthvað er að marka rannsóknina. Vísindamenn rannsökuðu þátttakendur á meðan þeir horfðu á hryllingsmyndir. 

Myndir sem komu áhorfendum hve mest á óvart komu best úr úr rannsókninni. Tíu myndir voru skoðaðar og kom The Shining eftir Stanley Kubrick best út en meðalbrennsla á meðan horft var á The Sining var 184 kaloríur. Nú þegar líða fer að jólum og útihlaupum fer fækkandi er hægt að láta sófakúr og hryllingsmyndagláp duga ef eitthvað er að marka þessar tölur. 

Hér má sjá lista af tíu myndum og hversu mörgum kaloríum þátttakendur brenndu við áhorfið að meðaltali. 

1. The Shining - 184 kaloríur.
2. Jaws - 161 kaloríur. 
3. The Exorcist - 158 kaloríur. 
4. Alien - 152 kaloríur. 
5. Saw - 133 kaloríur. 
6. A Nightmare on Elm Street - 118 kaloríur. 
7. Paranormal Activity - 111 kaloríur. 
8. The Blair Witch Project - 105 kaloríur. 
9. The Texas Chainsaw Massacre - 107 kaloríur. 
10. [REC] - 101 kaloría. 

The Shining er góð brennslumynd.
The Shining er góð brennslumynd. ljósmynd/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál