Afmá hús hinna frægu og ríku

Nú er hægt að senda beiðni til Google til að …
Nú er hægt að senda beiðni til Google til að afmá myndefni úr Google Maps Street View. mbl.is/AFP

Google Maps gerir netnotendum heimsins kleift að skoða heiminn í stofunni heima. Einn möguleikinn á Google Maps kallast Street View en með því er hægt að sjá götur, hús, staði og annað í nálægð líkt og maður gengi götuna í raunveruleikanum.

Nú hefur Google hafið störf við að afmá myndir á Google Street View þannig að hús ríka og fræga fólksins sjást ekki, að því er vefsíða Telegraph greinir frá og er búist við að hús stjarnanna hverfi smátt og smátt. Eru þetta því síðustu forvöð fyrir lesendur Smartlands að skoða húsin, að minnsta kosti með hjálp leitarforritsins.

Meðal þeirra húsa sem eru horfin eru hús Pauls McCartneys, Tonys Blairs, Lily Allen og Freds Goodwins, sem er fyrrverandi bankastjóri Royal Bank of Scotland en hann á hús sem er 3,5 milljóna punda virði í Edinborg. 

Glöggur lesandi tekur eftir að listinn hér að ofan á við fólk sem allt kemur frá Bretlandseyjum en nýlega fóru í gegn lög í Evrópu þess efnis að Google yrði að eyða upplýsingum um fólk ef það bæði um það.  

Lögin gilda hins vegar aðeins um Evrópubúa þar sem Evrópudómstóll samþykkti í maí síðastliðnum að fólk hefði rétt til að fá upplýsingar um sig sem úreltar væru eða rangar fjarlægðar úr leitarniðurstöðum. Þá segja lögin til um að „leitarvélin verði að fjarlægja hlekki þá sem innihalda upplýsingar sem innihaldi galla, séu óviðeigandi eða eigi ekki lengur við“ eða annars borga sekt.   

Andlit fólks og bílnúmer voru upprunalega afmáð í Google Street View til persónuverndar en notendum Google Maps er boðið upp á þann möguleika að senda inn beiðnir þess efnis ef það vilji láta afmá eitthvað og þá fari starfsfólk Google yfir beiðnina og ákveði framhaldið.

Google sagði í tilkynningu um málið að þeir veittu þá þjónustu að fólk gæti sent inn beiðnir þess efnis að myndir af húsum, bílum eða andlitum yrðu afmáðar.

Í kjölfar dómsins sem féll í maí hefur Google farið í það að eyða miklu af upplýsingum frá fjölmiðlum úr leitarniðurstöðum, án þess að svara því hvers vegna eða hver bað um að upplýsingarnar yrðu fjarlægðar. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt þetta skref Google-risans en margir telja Google hafa viljandi byrjað að framfylgja dómnum á þennan hátt til að að vekja athygli á fáránleika þess að leitarniðurstöður séu ritskoðaðar á netinu.

Heimili Tony Blair afmáð í Google Maps Street View.
Heimili Tony Blair afmáð í Google Maps Street View. Ljósmynd/Google
Tony Blair.
Tony Blair. mbl.is/AFP
Heimili Paul McCartney hefur verið afmáð í Google Maps Street …
Heimili Paul McCartney hefur verið afmáð í Google Maps Street View. AFP
Heimili Madonnu hefur ekki enn verið afmáð úr Google Maps …
Heimili Madonnu hefur ekki enn verið afmáð úr Google Maps Street View. mbl.is/AFP
Söngkonan Madonna.
Söngkonan Madonna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál