„Er oft búin að hanna draumaheimilið í huganum“

Guðrúnu Hafdís
Guðrúnu Hafdís Þórður Arnar Þórðarson

Fagurkerinn Guðrún Hafdís Arnljótsdóttir starfar hjá Home Magazine en hún hefur brennandi áhuga á tísku og hönnun. Heimili Guðrúnar er afar smekklegt og áhugavert en svartur og hvítur litur eru þar í stóru hlutverki.

Hver er upp­á­haldsstaður­inn þinn heima? Stofan. Að sitja í sófanum og skoða góðar bækur og flott blöð með gott kaffi og kertaljós er í uppáhaldi.

Hver er þín uppáhaldsverslun? Magnolia er algjöru uppáhaldi. Svo eru verslanirnar Madison Ilmhús, Heimili og Hugmyndir, Snúran, Spaksmannsspjarir og fleiri líka flottar.

Hver er upp­á­haldshlut­ur­inn þinn?  Ég elska Nespresso-kaffikönnuna mína.

Áttu þér upp­á­haldshús­gagn? Ég er voða veik fyrir flottum stólum, ég held upp á Eames stólana mína og Barcelona-stóllinn minn.

Eld­arðu mikið heima? Ég var miklu duglegri að elda og prófa allskonar nýtt hér áður fyrr, ég hef ekki verið nógu dugleg í eldamennskunni undanfarið.

Áttu þér uppáhaldsliti? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög litaglöð. Uppáhalds litirnir mínir eru svart, grátt, beige og hvítt. Svo er ég mjög hrifin af öllu sem er röndótt.

Ertu dug­leg að taka til og henda því sem þú not­ar ekki? Nei, Er alls ekki nógu dugleg að henda. Það sést í geymslunni minni, hún er full af dóti og sumt þar inni er ansi gamalt.

Finnst þér gam­an að fá gesti heim? Já, mér finnst mjög gaman að fá gesti heima og halda matarboð.

Hvar færð þú innblástur? Ég fæ innblástur úr bókum og blöðum og af Instagram og Pinterest og auðvitað bara úr umhverfinu.

Hver eru þín uppáhaldstímarit? Rum, breska Elle Decoration og Home Magazine.

Hvernig er draumaheim­ilið þitt? Ég er margoft búin að hanna draumaheimilið í huganum, vonandi verður það einhvern tímann að veruleika. Bjart og rúmgott eldhús og fataherbergi væri draumur.

Áttu ein­hver ómiss­andi hús­ráð? Bara þetta gamla góða, að ganga frá eftir sig jafnóðum.

Svört og hvít motta úr IKEA prýðir gólfið en húsgögnin …
Svört og hvít motta úr IKEA prýðir gólfið en húsgögnin koma héðan og þaðan. Uppáhaldsverslanir Guðrúnar eru Magnolia, Madison Ilmhús, Heimili og Hugmyndir, Snúran og Spaksmannsspjarir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Guðrún raðar hlutum fallega á bakka.
Guðrún raðar hlutum fallega á bakka. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Falleg skál undir ávexti.
Falleg skál undir ávexti. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Svart og hvítt er í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu.
Svart og hvítt er í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Munstraður vasi fer vel með svarta bakkanum og lampanum.
Munstraður vasi fer vel með svarta bakkanum og lampanum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Marmari setur svip sinn á umhverfið.
Marmari setur svip sinn á umhverfið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Borðstofuborðið er veglegt og fallegt.
Borðstofuborðið er veglegt og fallegt. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Svefnherbergið er hlýlegt.
Svefnherbergið er hlýlegt. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Flott uppstilling
Flott uppstilling Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál