100 ára gamall vasi í uppáhaldi

Ástríður Þórey Jónsdóttir.
Ástríður Þórey Jónsdóttir. mbl.is/ Árni Sæberg

Ástríður Þórey Jónsdóttir býr á notalegu heimili í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum og barni. Ástríður hefur gaman af að fara í antíkverslanir og leita að gersemum en uppáhalds stofustássið hennar kemur einmitt út slíkri verslun, það er hvítur og blár vasi sem er líklegast orðinn 100 ára gamall að sögn Ástríðar.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn heima?

Ég hugsa að það sé stofan og gólfið í herberginu hjá syni mínum þar sem við eyðum ófáum stundum við púsl-maraþon.

Hver er þín uppáhaldsverslun?

Ég get ekki sagt að eigi einhverja uppáhaldsverslun en ég elska að fara í antíkverslanir og svo á ég mjög sérstakt og dásamlegt samband við IKEA.

Er gæludýr á heimilinu?

Nei, ekki eins og er. Við eigum hund og kött en þau eru bæði í fóstri.

Hver er uppáhalds hluturinn þinn?

Fyrir utan uppþvottavélina þá er það blái og hvíti vasinn minn sem ég keypti í antíkversluninni í Hafnarfirði, hann er örugglega orðinn 100 ára gamall. 

Áttu þér uppáhalds húsgagn?

Ætli það sé ekki rúmið sem við hjónin fengum í brúðkaupsgjöf og var keypt í RB rúm. Það er greinilega margt gott sem kemur úr Hafnarfirðinum.

Eldarðu mikið heima?

Ég reyni að elda alla virka daga en stundum næst það ekki vegna anna. Mér finnst mjög mikilvægt að fjölskyldan nái að setjast niður saman við kvöldmatinn. Það er þó misjafn metnaðurinn við eldamennskuna.

Skreytir þú mikið fyrir jólin?

Ég elska að skreyta fyrir jólin og sérstaklega með skrauti sem sonur minn hefur föndrað. Ég vil alvöru, rauðar og glysgjarnar jólaskreytingar. Svo má alveg deila um það hversu smekklegt þetta er hjá mér.

Hvert er þitt uppáhalds jólaskraut?

Uppáhalds jólaskrautið eru óróarnir frá Georg Jensen sem ég er nýlega farin að safna fyrir tilstuðlan mömmu minnar. Draumurinn er svo að eignast jólastellið frá Royal Copenhagen, það er fjarlægur draumur því ætli ég verði ekki orðin sjötug þegar ég verð búin að safna öllu í hversdags stellið frá þeim.

Finnst þér gaman að fá gesti heim?

Ég hef mjög gaman af því að fá gesti, þó það gerist ekki eins oft og ég hefði viljað. Mér finnst miklu skemmtilegra að halda matarboð en að fara út að borða. Stemmingin er afslappaðri og rauðvínsglasið ekki alveg jafn dýrt.

Hvað ertu með uppi á veggjum?

Í draumum mínum er ég með verk eftir Eggert Pétursson en í  raunveruleikanum er ég með ýmis konar eftirprent og ljósmyndir af fjölskyldunni. Svo tók ég líka upp á því að ramma inn fallega poka. Það er alveg eðlilegt að ramma inn poka…er það ekki?

Hvar færðu innblástur?

Ég fæ gjarnan innblástur af netinu, t.d. frá bloggum. Svo fæ ég lík innblástur frá pabba mínum og yngstu systur minni en þau hafa mikinn áhuga á hönnun og mata mann af því besta, það er algjör tímasparnaður.

Hvernig er drauma heimilið þitt?

Drauma heimilið mitt er enskur herragarður, en á Íslandi. Ég væri alveg til í að búa í Downton Abbey, með tilheyrandi afturhaldssemi, tedrykkju og íburði.

Áttu einhver ómissandi húsráð?

Að ganga frá öllu jafnóðum og ef það tekst ekki, að eiga góða skápa til að henda öllu draslinu inn í.

Áhugasamir geta fylgst með Ástríði á blogginu hennar, astridurjons.blogspot.com.

Þessi antíkvasi er í uppáhaldi hjá Ástríði.
Þessi antíkvasi er í uppáhaldi hjá Ástríði. mbl.is/ Árni Sæberg
Fallegir litir einkenna heimili Ástríðar.
Fallegir litir einkenna heimili Ástríðar. mbl.is/ Árni Sæberg
Hér er allt í sínum stað.
Hér er allt í sínum stað. mbl.is/ Árni Sæberg
Jólaskrautið er áberandi um þessar mundir.
Jólaskrautið er áberandi um þessar mundir. mbl.is/ Árni Sæberg
Ástíður tók upp á því að innramma poka, útkoman er …
Ástíður tók upp á því að innramma poka, útkoman er mjög flott eins og sjá má (t.h.). mbl.is/ Árni Sæberg
Skemmtileg skilaboð á veggnum.
Skemmtileg skilaboð á veggnum. mbl.is/ Árni Sæberg
Barnaherbergið er veggfóðrað með sætu veggfóðri frá Ferm Living.
Barnaherbergið er veggfóðrað með sætu veggfóðri frá Ferm Living. mbl.is/ Árni Sæberg
Krúttlegt.
Krúttlegt. mbl.is/ Árni Sæberg
Dökkir veggir í svefnherberginu skapa notalegt andrúmsloft.
Dökkir veggir í svefnherberginu skapa notalegt andrúmsloft. mbl.is/ Árni Sæberg
Eldhúsið.
Eldhúsið. mbl.is/ Árni Sæberg
Jólatréið setur svip sinn á stofuna.
Jólatréið setur svip sinn á stofuna. mbl.is/ Árni Sæberg
Ástríður hefur gaman af því að skreyta fyrir jólin eins …
Ástríður hefur gaman af því að skreyta fyrir jólin eins og sjá má. mbl.is/ Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál