Smekkfólk í Garðabæ selur einbýlishúsið

Stofan er sérlega notaleg og flott.
Stofan er sérlega notaleg og flott. Fasteignasalan Torg.

Við Kríunes í Garðabæ stendur reisulegt og smart einbýlishús sem er falt fyrir 94,5 milljónir. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er rúmir 314 fermetrar en því fylgir rúmgóður bílskúr og stór garður með heitum potti.

Húsið hefur mikla möguleika enda hafa núverandi eigendur innréttað það á smekklegan hátt. Í forstofunni tekur stóll eftir Arne Jacobsen á móti manni og skemmtileg silfruð loðmotta prýðir gólfið.

Frá forstofu er gengið upp sérlega glæsilegan og sérhannaðan stiga í tvær samliggjandi stofur.

Falleg hönnun einkennir svo stofurýmið en í annarri stofunni er Flower-borðið frá Swedese sem fæst í Epal og á borðinu er að sjálfsögðu Iittala skál og Cubus kertastjakinn vinsæli. Í stofunni er þá arinn en núverandi eigendur hafa stillt LC4 stólnum frá Le Corbusier upp fyrir framan eldstæðið og útkoman er smart. Ítalskar marmaraflísar eru svo gegnumgangandi í húsinu en þær eru í forstofunni, í stofunni og á baðherbergjum.

Það er greinilega smekkfólk sem býr á Kríunesi.

Áhugasamir geta kynnt sér eignina nánar á fasteignavef mbl.is.

Núverandi eigendur eru greinilega hrifnir af Kartell.
Núverandi eigendur eru greinilega hrifnir af Kartell. Fasteignasalan Torg.
Stóll eftir Arne Jacobsen setur svip sinn á forstofuna.
Stóll eftir Arne Jacobsen setur svip sinn á forstofuna. Fasteignasalan Torg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál