Vel skipulögð en pínulítil

Hér sést hvernig eldhúsið og svefnherbergið mætast.
Hér sést hvernig eldhúsið og svefnherbergið mætast. Ljósmynd/Balázs Glódi

Tískustraumar framtíðarinnar í húsnæðismálum verða pottþétt að búa smátt eða smærra en við gerum í dag. Þess vegna er ekki úr vegi að skoða hvernig hægt er að gera litlar íbúðir vistlegar og heillandi án þess að fólk fái innilokunarkennd í öllu draslinu.

POSITION Collective hönnuðu sniðuga íbúð í Búdapest í Ungverjalandi. Ljósir litir eru áberandi í íbúðinni og hver fermeter er nýttur til fulls. Hinn mínimalíski lífsstíll er í hávegum hafðu í þessari íbúð og er ekkert óþarfa prjál að þvælast fyrir.

Þeir sem hafa tileinkað sér að eyða minni peningum, losa sig við dót og einfalda líf sitt vita að við þurfum ekki allt þetta dót til að vera raunverulega hamingjusöm. Það er þó annað sem skiptir meira máli og það er að skipuleggja hið smáa og mínimalíska heimili þannig að það fari vel um alla og það sé ekkert sem truflar fegurðarskynið.

Baðherbergið er flísalagt með hvítum flísum.
Baðherbergið er flísalagt með hvítum flísum. Ljósmynd/Balázs Glódi
Sniðugar lausnir eru á færibandi í þessari íbúð. Takið eftir …
Sniðugar lausnir eru á færibandi í þessari íbúð. Takið eftir tréveggnum og hvernig hann er nýttur. Ljósmynd/Balázs Glódi
Í eldhúsinu er lítið borð og fyrir ofan það eru …
Í eldhúsinu er lítið borð og fyrir ofan það eru nokkur ljós sem búa til góða stemingu. Ljósmynd/Balázs Glódi
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu að hluta til.
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu að hluta til. Ljósmynd/Balázs Glódi
Þessi tréveggur er sniðugur.
Þessi tréveggur er sniðugur. Ljósmynd/Balázs Glódi
Svona er skiptingin á þessu.
Svona er skiptingin á þessu. Ljósmynd/Balázs Glódi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál