200 milljóna íbúð í Skuggahverfi

Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu og kemur eyjan vel út. …
Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu og kemur eyjan vel út. Takið eftir hvernig loftið er tekið niður fyrir ofan eyjuna.

Innanhússarkitektinn Rut Káradóttir hannaði allar innréttingar í 176 fm íbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er sérstaklega glæsileg. Allar innréttingar eru úr dökkbæsaðri eik og á gólfunum eru 60x60 flísar frá Casa Dolce Casa. 

Eldhúsið og stofan renna saman í eitt og eru sérsmíðaðar bókahillur í íbúðinni í stíl við eldhúsinnréttingu og innihurðir. Mikið er lagt í lýsingu í íbúðinni og er húsgögnum raðað smekklega saman. 

Úr íbúðinni er heillandi útsýni yfir sundin blá og Esjuna. Í íbúðinni eru síðir gluggar og fær útsýnið þar af leiðandi að njóta sín enn betur. 

Einkahlutafélagið VB Bakki er skráður eigandi íbúðarinnar. 

HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar. 

Eldhúsið er sérstaklega vel hannað og fallegt.
Eldhúsið er sérstaklega vel hannað og fallegt.
Horft úr stofunni inn í eldhús.
Horft úr stofunni inn í eldhús.
Forstofan er hlýleg.
Forstofan er hlýleg.
Það er gott skápapláss í herbergjunum.
Það er gott skápapláss í herbergjunum.
Hjónaherbergið er fallega innréttað.
Hjónaherbergið er fallega innréttað.
Myndaveggurinn fyrir ofan rúmið kemur vel út.
Myndaveggurinn fyrir ofan rúmið kemur vel út.
Innbyggðu hillurnar eru glæsilegar.
Innbyggðu hillurnar eru glæsilegar.
Ljós borðstofuhúsgögn setja svip sinn á borðstofuna.
Ljós borðstofuhúsgögn setja svip sinn á borðstofuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál