„Húsið mitt er draumahúsið“

Lísa Z. Valdimarsdóttir.
Lísa Z. Valdimarsdóttir. Eggert Jóhannesson

Fagurkerinn Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður á Bókasafni Kópavogs, býr í fallegu húsi á Kársnesinu í Kópavogi. Þangað flutti hún frá Akureyri fyrir rúmlega hálfu ári ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Friðriki Ragnars, og dóttur þeirra. Fjölskyldan hefur komið sér ansi vel fyrir á heimilinu og útkoman er hlýleg og smart. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Hvaða staður eða rými heima hjá þér er í uppáhaldi?

„Fyrir utan sjónvarpssófann sem ég vil ekki viðurkenna að sé uppáhalds þá er það borðstofan. Fjölskyldan ver nær öllum stundum þar, þar er borðað alla daga, föndrað og litað, blöðin lesin og svo framvegis.“

Hver er þín eftirlætisverslun?

„Eins og hjá mörgum þá er það Epal hér heima, einnig Søstrene Grene. Í Svíþjóð er Lagerhaus ómissandi.“

Hver er uppáhaldshluturinn þinn?

„Brúðkaupsmyndin af okkur hjónunum er í miklu uppáhaldi, en mér þykir einnig mjög vænt um styttu af lesanda sem mamma gaf mér þegar ég útskrifaðist úr HÍ fyrir allt of mörgum árum síðan.“

Áttu þér uppáhaldshúsgagn?

„Aftur vil ég ekki nefna sjónvarpssófann sem er einstaklega þægilegur! Ég segi að það sé gamall og fallegur tekk-stóll sem pabbi átti þegar hann var ungur. Ég lét bólstra hann og hann er algjört augnayndi.“

Dreymir þig um að eignast einhverja ákveðna mublu?

„Okkur hjónin dreymir um þægilegan en jafnframt smekklegan hægindastól í stofuna og hef ég í nokkurn tíma haft augastað á Mammoth Chair frá NORR11 með koníaksbrúnu leðuráklæði. Einnig væri nú ekki slæmt að fá eitt hvítt tré eftir Katrínu Ólínu í forstofuna.“

Ertu dugleg að taka til og henda því sem þú notar ekki?

„Já, hef verið það frá því ég fór að búa, fólkinu í kringum mig þykir það stundum um of!“

Finnst þér gaman að taka á móti gestum heim og halda boð?

„Já, ég held ég hafi fengið það með uppeldinu og var síðan svo heppin að giftast manni sem er sama sinnis. Eiginmaðurinn sér yfirleitt um steikurnar og ég sé um meðlæti, borðbúnað og skreytingar.“

Hvað ertu með uppi á veggjum?

„Ýmislegt, málverk, plaköt og ljósmyndir.“

Hvernig er draumahúsið þitt?

„Húsið mitt er draumahúsið, með örlitlum lagfæringum og breytingum. Annars væri gaman að eiga litla íbúð á draumastað fjölskyldunnar, Akureyri.“

Hvar færð þú innblástur?

„Að mestu á Instagram, einnig Pinterest og tímaritum.“

Áttu einhver ómissandi húsráð?

„Svo sem ekki, en ég hef alltaf tamið mér það að ganga frá eftir mig strax og gefið hverjum hlut á heimilinu ákveðinn stað. Það heldur heimilinu í þokkalegu ástandi flesta daga.“

Áhugasamir geta fylgst með Lísu á Instagram undir notandanafninu lisavald.

Hér sést rýmið betur.
Hér sést rýmið betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Barnaherbergið er huggulegt.
Barnaherbergið er huggulegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svarthvíta rúmteppið kemur vel út.
Svarthvíta rúmteppið kemur vel út. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gólfið á heimilinu er fallegt.
Gólfið á heimilinu er fallegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fiskibeinaparketið á gólfinu er fallegt.
Fiskibeinaparketið á gólfinu er fallegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Falleg uppröðun á hlutum.
Falleg uppröðun á hlutum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svarthvíta hornið.
Svarthvíta hornið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tveir gráir sófar prýða stofuna.
Tveir gráir sófar prýða stofuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál