Lærðu að taka draslinu opnum örmum

Margir myndu alls ekki vilja vinna við þessar aðstæður.
Margir myndu alls ekki vilja vinna við þessar aðstæður. Ljósmynd / skjáskot Apartment Therapy

Mínimalískur lífstíll hefur mikið verið í tísku undanfarið, og mikið verið rætt um leiðir til að einfalda lífið og losa sig við allan óþarfa.

Ekki eru þó allir fylgjandi þessari nýju tískubylgju og þá síst Jennifer McCartney, höfundur bókarinnar The Joy of Leaving Your Shit All Over The Place.

McCartney deildi 10 ráðum með lesendum vefsíðunnar apartment Therapy:

Það er í lagi að vera sóðalegur frá náttúrunnar hendi
Viðurkenning er fyrsta skrefið.

Hóflega sóðalegt heimili gerir þig meira spennandi
McCartney á allskyns dóterí, enda kann hún ekki að meta mínimalísk heimili sem hún segir sneydd öllum persónuleika. „Vilt þú virkilega vera sú manneskja?“

Auðveldara er að finna hluti ef þú gengur ekki frá þeim
Þvert á það sem margir halda fram er sérlega handhægt geyma hluti þar sem auðvelt er að ná í þá.

Því sóðalegra skrifborð, því meiri sköpunargáfa
„Og vísindi styðja þá kenningu,“ bendir McCartney á.

Þrif eru ekki svarið við öllum þínum vandamálum
„Sama hvað hver heldur fram.“

Það er í góðu lagi að geyma hluti með tilfinningalegt gildi
Líkt og krosssauminn hennar ömmu, og hálsmenið sem litla frænka bjó til.

Tiltektin varir ekki (lengi)
Eitt sinn ákvað McCartney sjálf að einfalda líf sitt, og losa sig við allan óþarfa. Hún segir að íbúð hennar hafi verið hrein og fín í einn dag en viku síðar hafi allt verið komið í rúst á ný. „Það er ákveðið jafnvægi sem við þurfum öll að sætta okkur við.“

Við ættum að vera þakklát fyrir eigurnar
„Við skulum öll taka okkur tíma og meta þá staðreynd að við eigum svo mikið dót að við vitum ekki hvað skuli gera við það allt,“ bendir McCartney á.

Minni þrif – minni streita
Að slaka á kröfunum um tandurhreint heimili getur orsakað minni streitu.

Stafrænt drasl er óhjákvæmilegt
Þú munt alltaf fá tölvupóst og smáskilaboð, hjá því verður ekki komist. „Þar að auki treysti ég engum sem er ekki með marga glugga í tölvunni opna í einu.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

McCartney þykir heimilislegt að hafa svolítið drasl í kringum sig.
McCartney þykir heimilislegt að hafa svolítið drasl í kringum sig. Ljósmyndari Jennifer McCartney
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál