Stofna fyrsta hönnunarhús sinnar tegundar á Íslandi

Fjóla og Sveinbjörg.
Fjóla og Sveinbjörg. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Hönnuðurinn Svein­björg Hall­gríms­dótt­ir hefur hingað til hannað og selt vörur sínar undir merkinu Sveinbjörg en nú eru miklar breytingar í vændum. Starfsemi fyrirtækisins er að breytast þannig að nýir hönnuðir fá tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri í gegnum fyrirtækið en fyrirkomulagið minnir á þekkt skandínavísk hönnunarfyrirtæki. Þetta mun vera góður stökkpallur fyrir nýja hönnuðir út á markaðinn.

„Við erum að breyta starfsemi fyrirtækisins á þann veg að það verður hönnunarhús þar sem fleiri hönnuðir geta kynnt sínar vörur,“ segir Fjóla Karlsdóttir en hún sér um fjármál og markaðsmál fyrirtækisins. „Nafni fyrirtækisins er því einnig breytt í „Vorhus living“ sem er mun hentugra fyrir þessa breytingu. Vörur Sveinbjargar koma því til með að verða selda undir merkjum Vorhus living by Sveinbjörg,“ segir Fjóla. „Öllum býðst að senda okkur hugmyndir og sína eigin hönnun, við munum síðan velja hönnuð til að vinna með í ákveðnum verkefnum.“

Hönnunarhúsið skapar hönnuðum bjarta framtíð

Fjóla segir að eftir breytingarnar verði fyrirtækið sambærilegt við hönnunarfyrirtæki á borð við Stockholm Design House og Norman Copenhagen, þar sem hönnuðir þurfa ekki að taka neina fjárhagslega áhættu sjálfir við að koma hönnun sinni á framfæri. „Þetta er mun betri stökkpallur út á þennan markað heldur en hefur nokkurn tímann boðist hér á Íslandi. Við erum með yfir þrjátíu sölustaði hér á Íslandi ásamt því að selja vörurnar einnig til Noregs, Frakklands og New York sem dæmi. það er ágætis byrjun,“ útskýrir Fjóla sem er þessa stundina að skoða samninga við hönnuði. „Já, við erum nú þegar búnar að semja við vel þekktan hönnuð sem hefur verið í þessum bransa í fjöldamörg ár. Þetta er samt leyndó eins og er, en við erum að vinna með hans hönnun sem verður klár strax á næsta ári,“ útskýrir Fjóla sem segir stóran kost fyrir hönnuði að þurfa ekki að taka neina fjárhagslega áhættu við að koma vörunni sinni á framfæri. „Hönnunarhús semja við hönnuði um að þeir fái ákveðna prósentu af sölunni í sinn vasa. Þar með tekur fyrirtækið á sig allan vöruþróunarkostnað, framleiðslukostnað og kostnað við markaðssetningu og sölu.“

Nýju handklæðalitirnir eru svo sannarlega sumarlegir.
Nýju handklæðalitirnir eru svo sannarlega sumarlegir.

„Sveinbjörg setti nýverið á markað nýja eldhúslínu, sem samanstendur af viskustykkjum, svuntum og ofnhönskum í fimm mismunandi gerðum, og nýja sumarlega liti í handklæðum. Handklæðin komu fyrst á markað síðastliðið haust og seldist fyrsta sendingin upp á mettíma. Litir ársins hjá okkur þetta árið er vatnsblár, rósableikur og grár. Þeir eru bjartir og sumarlegir og því afar frísk viðbót við forverana. Til viðbótar við þessar nýjungar fást hinir sívinsælu thermo-bollar, löberar og vönduð ullarteppi í fjölmörgum litum svo eitthvað sé nefnt en hægt er að skoða alla vörulínuna á vefsíðunni www.sveinbjorg.is,“ segir Fjóla að lokum.

Úr nýja bækling Vorhus living.
Úr nýja bækling Vorhus living.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál