Kynna til leiks „frábrugðin“ heimili

Fagurkerinn Áslaug Snorradóttir bauð teyminu frá Islanders í heimsókn.
Fagurkerinn Áslaug Snorradóttir bauð teyminu frá Islanders í heimsókn. www.islanders.is

Á vefnum Islanders geta áhugasamir fengið innsýn í fjölbreytt og spennandi heimili ólíkra Íslendinga. Það eru þær Auður Gná, innanhússarkitekt, og Íris Ann, ljósmyndari, sem halda úti þessari vefsíðu sem er sannkölluð gullnáma fyrir alla þá sem hafa áhuga á heimili og hönnun. Nýverið birtist til að mynda umfjöllun um ævintýralegt heimili ljósmyndarans Áslaugar Snorradóttur, heimilið er vægast sagt litríkt og einstakt.

„Hugmyndin á bak við verkefnið er að kynna til leiks heimili sem teljast frábrugðin og persónuleg og jafnframt gefa innsýn í heim eigenda, hvað það er sem gerir þetta heimili svona sérstakt og óhefðbundið. Við höfum fengið að mynda hjá fólki sem hefur oft og tíðum lagt mikla natni og alúð í sín híbýli, hver á sinn hátt. Við viljum kannski aðeins reyna að brjóta niður þessar staðarhugmyndir um að fólk á norðurslóðum vilji bara búa í ljósri litapallettu. Við erum að draga fram allt aðra mynd og tengja heimilin og viðmælendur við þá hugmynd að fólk í grunninn hafi þörf fyrir að skapa sér sína eigin paradís. Það sem við erum að átta okkur á er að flestir af þeim sem við höfum heimsótt fram að þessu er fólk í skapandi greinum, það fólk virðist meira líta á sín heimili sem framlengingu af sér,“ segir Auður Gná um vefinn Islanders. Hún segir markmið sitt og Írisar meðal annars vera að gleðja fagurkerana þarna úti. „Þessi heimili verða án efa alveg jafnáhugaverð eftir 10–15 ár eins og þau eru núna, einmitt af því þau eru svo tengd persónuleika eigendanna.“

Á vefnum verður einnig að finna blogg þar sem Auður og Íris munu fjalla um allt sem tengist hönnun.

Meðfylgjandi er brot af þeim myndum af heimili Áslaugar sem birtust á Islanders.

Áslaug á svo sannarlega litríkt og einstakt heimili.
Áslaug á svo sannarlega litríkt og einstakt heimili. www.islanders.is
Vandaðar ljósmyndir einkenna vefinn Islanders.
Vandaðar ljósmyndir einkenna vefinn Islanders. www.islanders.is
Litríkt og dásamlegt matarborðið.
Litríkt og dásamlegt matarborðið. www.islanders.is
Einstakir munir einkenna heimili Áslaugar.
Einstakir munir einkenna heimili Áslaugar. www.islanders.is
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur.
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur. www.islanders.is
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur.
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur. www.islanders.is
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur.
Heima hjá Áslaugu Snorradóttur. www.islanders.is
Íris Anna og Áuður Gná halda úti vefnum Islanders.
Íris Anna og Áuður Gná halda úti vefnum Islanders. www.islanders.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál