Innlit í glæsivillu Mimiar og Odds

Í húsinu búa Mimi og Oddur ásamt börnunum sínum sjö …
Í húsinu búa Mimi og Oddur ásamt börnunum sínum sjö og níu hundum. Ljósmynd/Houseandgarden

Þau Mimi Thorisson og Oddur Þórisson búa í glæsilegu nítjándu aldar húsi í Médoc í Frakklandi. House and Garden kíkti á dögunum í innlit til hjónanna í Médoc en þar búa þau ásamt börnunum sínum sjö og níu hundum.

Heimili hjónanna er hið glæsilegasta.
Heimili hjónanna er hið glæsilegasta. Ljósmynd/Houseandgarden

Mimi og Oddur festu kaup á húsinu sumarið 2014 og hafa endurnýjað það mikið en þó reynt að halda því sem hægt er. Mimi hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur og matreiðsluþætti en auk þess heldur hún úti blogginu Manger. Þá starfar Oddur sem ljósmyndari og vinna hjónin því aðallega heiman frá sér í húsinu.

Hjónin kynntust í Frakklandi árið 2005 og bjuggu bæði í París og Reykjavík fyrstu árin sín saman. Þá störfuðu þau við það að búa til ferðasögur fyrir tímarit og sameinuðu þannig skrif Mimiar og ljósmyndir Odds. 

Reynt var að halda því sem hægt var af upprunalegum …
Reynt var að halda því sem hægt var af upprunalegum innréttingum í húsinu. Ljósmynd/Houseandgarden

Í viðtalinu segir Mimi það hafa verið talsverð viðbrigði í fyrstu að flytjast úr stórborginni París í lítið sveitaþorp en breytingin hafi vanist vel. Nú er allt á fullu hjá fjölskyldunni sem heldur matreiðslunámskeið á heimilinu og svokallaðan „pop-up“-veitingastað í sumar.

Hér er hægt að skoða viðtalið í heild.

Mimi og Oddur ásamt hluta barnahópsins.
Mimi og Oddur ásamt hluta barnahópsins. Ljósmynd/Houseandgarden
Skemmtilegt litaval einkennir húsið.
Skemmtilegt litaval einkennir húsið. Ljósmynd/Houseandgarden
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál