10 vinsælustu IKEA-vörur allra tíma

Flestir Íslendingar luma á eins og einni IKEA-mublu.
Flestir Íslendingar luma á eins og einni IKEA-mublu. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

Ansi mörg, ef ekki flest, heimili á Íslandi hafa að geyma eins og eina IKEA-mublu. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1943, sendir frá sér 2.500 nýjar vörur árlega en margir munir hafa verið framleiddir ár eftir ár. Poäng stóllinn fagnar til að mynda 40 ára afmæli um þessar mundir. Business Insider tók saman vinsælustu vörur sænska risans í hverjum flokki.

10. Klippan sófinn
Klippan sófann kannast flestir við, en hann er lítill, nettur og á góðu verði. Einnig hefur hann verið gefinn út í mörgum litum, sem eflaust hefur mikið að segja varðandi vinsældirnar.

Klippan sófinn er klassískur.
Klippan sófinn er klassískur. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

9. Docksta borðið
Þetta klassíska, kringlótta borð hefur verið gríðarlega vinsælt. Enda passar það við ansi margt.

Borðið er stílhreint og fallegt.
Borðið er stílhreint og fallegt. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

8. Ektorp sófar
Þessir sófar hafa verið gríðarlega vinsælir í gegnum tíðina, enda sérlega þægilegir. Þá er einnig hægt að fá allskyns áklæði á þá til að poppa sófana upp.

Margir hafa eflaust látið fara vel um sig í svona …
Margir hafa eflaust látið fara vel um sig í svona sófa. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

7. Lack borð
Flestir kannast við Lack borð, en þau má fá í ýmsum stærðum, gerðum og litum.

Þessi borð kannast flestir við.
Þessi borð kannast flestir við. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

6. Stockholm mottur
Motturnar eru framleiddar á Indlandi, en þær má fá í ýmsum mynstrum og stærðum.

Stockholm hafa verið gríðarlega vinsælar hjá sænska risanum.
Stockholm hafa verið gríðarlega vinsælar hjá sænska risanum. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

5. Rens gæran
Rens gæran er sérlega hlýleg, mjúk og kósý, enda hefur hún notið gríðarlegra vinsælda.

Mörgum ungbörnum hefur verið stillt upp á svona gæru fyrir …
Mörgum ungbörnum hefur verið stillt upp á svona gæru fyrir myndatöku. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

4. Kallax hillur
Heimurinn stóð á öndinni þegar IKEA hætti framleiðslu á Expedit hillunum, en þær höfðu til að mynda verið sérlega vinsælar hjá plötuáhugamönnum. Fljótlega kom þó fram á sjónarsviðið Kallax hillan, sem byggir á gömlu Expedit hillunum.

Heimurinn fór á hliðina þegar framleiðslu var hætt á eldri …
Heimurinn fór á hliðina þegar framleiðslu var hætt á eldri hillunum. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

3. Malm rúmgrind
Malm rúmin má finna í ansi mörgum íbúðum ungs fólks, enda gjarnan keypt þegar fólk flytur að heiman . Eins og með flestar vörur IKEA eru rúmin í ýmsum litum, gerðum og stærðum.

Hér væri nú notalegt að halla höfði.
Hér væri nú notalegt að halla höfði. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

2. Poäng stóllinn
Eins og áður sagði fagnaði stóllinn nýlega fertugsafmæli, en japanski hönnuðurinn Noboru Nakamura hannaði hann á sínum tíma.

Þessi stóll er fyrir löngu orðinn klassískur.
Þessi stóll er fyrir löngu orðinn klassískur. Ljósmynd / skjáskot Business Insider

1. Billy bókahillan
Billy-bókahillan er, eins og áður sagði, sérlega vinsæl en á 10 sekúndna fresti er slík bókahilla seld einhvers staðar í heiminum.

Billy hillurnar má finna á fjölmörgum íslenskum heimilum.
Billy hillurnar má finna á fjölmörgum íslenskum heimilum. Ljósmynd / skjáskot Business Insider
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál