Langar þig að gista í líkkistu?

Það má eflaust láta fara vel um sig í þessum …
Það má eflaust láta fara vel um sig í þessum huggulegu líkkistum. Ljósmynd / skjáskot Airbnb

Hrekkjavakan er á næsta leyti og margir farnir að undirbúa kvöldið.

Nú geta tveir heppnir einstaklingar fengið að gista í kastala í Transylvaníu, þeim sama og talinn er hafa verið innblásturinn að heimkynnum Drakúla greifa í sögu Bram Stoker.

Parið sem dettur í lukkupottinn fær einnig að fara í skoðunarferð á hestvagni, áður en þau verða leidd í gegnum leynilegan inngang í kastalann þar sem boðið verður upp á kræsingar. Og er þá ekki átt við blóð.

Líkkisturnar sem gist verður í eru svo sagðar vera sérlega kósý, en þær eru klæddar með mjúku sléttflaueli fyrir aukin þægindi.

Hinir heppnu gestir verða að fara eftir nokkrum einföldum reglum, til að mynda er hvítlaukur stranglega bannaður á svæðinu. Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar um kastalann hér.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Airbnb bregður á leik, en á síðasta ári gafst heppnu pari tækifæri á að eyða nóttinni í dimmu og drungalegu grafhýsi.

Frétt mbl.is: Grafhvelfing til leigu

Boðið verður upp á staðgóða máltíð áður en haldið verður …
Boðið verður upp á staðgóða máltíð áður en haldið verður í háttinn. Ljósmynd / skjáskot Airbnb
Hvorki er leyfilegt að vera með hvítlauk né krossa á …
Hvorki er leyfilegt að vera með hvítlauk né krossa á svæðinu. Ljósmynd / skjáskot Airbnb
Það er ekki fyrir hvern sem er að gista í …
Það er ekki fyrir hvern sem er að gista í kastala Drakúla greifa. Ljósmynd / skjáskot Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál