Kaktusinn tekur við af ananas

Anna María segir að kaktusinn sé að koma sterkur inn …
Anna María segir að kaktusinn sé að koma sterkur inn í heimilistískunni.

„Kaktus og ananas eiga það sameiginlegt að hafa mjög einstakt útlit og lögun frá náttúrunnar hendi. Á síðustu árum hefur ananas heimilisvara komið sterkt inn bæði til punts og líka á praktískari hlutum, þar sem myndir og prent af honum hafa verið settar á hina ýmsu hluti,“ segir Anna María Benediktsdóttir sem heldur úti síðunni Ég er kominn heim á Facebook. 

Anna María segir að ananasinn eigi undir högg að sækja. 

„Á næstu misserum munu vinsældir ananassins fara minnkandi og kaktus koma í staðinn, bæði lifandi og sem styttur og áprent, enda mjög smart.

Einnig hafa vinsældir uglunnar dvínað á síðustu misserum, hennar tími er kominn og farinn. Ég spái því að tímaglös komi sterk inn á næstunni, þau fást orðið í flottum decor-verslunum víða um heim og eru vonandi á leiðinni til Íslands í auknum mæli enda tímalaus hönnun og nýtist vel á mörgum heimilum t.d. til að taka tímann við heimanám barnanna,“ segir hún. 

Þið getið fylgst með Önnu Maríu á Snapchat: egerkominheim

Anna María Benediktsdóttir.
Anna María Benediktsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ananas-ljósakróna.
Ananas-ljósakróna.
Anna María segir að uglurnar sem verið hafi mjög vinsælar …
Anna María segir að uglurnar sem verið hafi mjög vinsælar séu að detta út.
Ananas-lampi.
Ananas-lampi.
Ananas í ramma.
Ananas í ramma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál