Eru nútímafjölskyldur að drukkna í drasli

Fólk sankar að sér fötum og þau geta skapað mikla …
Fólk sankar að sér fötum og þau geta skapað mikla óreiðu. mbl.is/Thinkstockphotos

Að taka til í bílskúrnum eða geymslunni er eitthvað sem flestir ætla sér að gera hvert einasta sumar. En endar þannig hjá mörgum að aðeins broti er hent og síðan er bara keypt meira. Nútímafjölskyldur eiga oftar en ekki allt of mikið af hlutum og átta sig ekki á þeim tíma sem tekur að rækta sjálfan sig og fjölskylduna. 

Stuff greinir frá bók, Life at Home in the Twenty-First Century: 32 Families Open Their Doors sem fjallar um óþarfa hluti sem fyrirfinnast á nútímaheimilum sem vísindamenn við Stofnun um hversdagslegt líf fjölskyldna við University of California Los Angeles skrifuðu. Rannsóknin var gerð af fornleifafræðingum, mannfræðingum og öðrum vísindamönnum innan félagsvísindanna.

Skoðuð voru 32 heimili hjá venjulegum nútímafjölskyldum og er fjallað um hvernig þær nota tímann sinn, hvað þær gera við dótið sem þær kaupa, hversu mikið þær nota hvern hluta af heimilinu og hvaða þættir heimilislífsins valda mestu stressi. Þessir sjö þættir sýna hversu slæmt ástandið er oft á tíðum. 

Drasl, drasl og meira drasl

Fólk á ótrúlega mikið af hlutum og fötum, föt taka til dæmis ótrúlega mikið pláss. Mæður sem kvörtuðu um draslaraleg herbergi og ókláruð verkefni voru líklegri til þess að vera með meiri stresshormón. Á meðan gengu karlmenn inn í herbergin og sögðu ekkert. „Það hafði engin sálfræðileg áhrif á þá,“ sagði Jeanne Arnold, fornleifafræðingur og höfundur bókarinnar. Það kom í ljós í rannsókninni að drasl hafði greinilega mismunandi áhrif á foreldra.

Bílskúrinn er ruslahaugur

Aðeins var hægt að aka bíl inn í 25 prósent bílskúranna á þeim heimilum sem voru skoðuð. Fjölskyldumeðlimir sögðu að þeir væru að geyma dót í bílskúrnum á meðan þeir væru að ákveða hvað þeir ætluðu að gera við það.

Freistandi leikföng 

Vísindamennirnir fundu það út að þær fjölskyldur sem áttu barn á leikskólaaldri áttu 30 prósent fleiri hluti en aðrir. Nokkur heimili þar sem nokkur börn bjuggu áttu yfir 250 leikföng fyrir utan öll þau leikföng sem voru falin inni í skáp eða undir rúmi.

Börn eiga stundum allt of mikið af leikföngum.
Börn eiga stundum allt of mikið af leikföngum. mbl.is/Thinkstockphotos

Keypt inn í miklu magni

Helmingurinn af þeim fjölskyldum sem voru rannsakaðar var með tvo ísskápa til þess að geta geymt allan aukamatinn sem keyptur hafði verið á tilboði. „Auðvitað er freistandi að kaupa mikið þegar hlutir eru á útsölu, en þegar þessir hlutir koma inn á heimilið verða þeir hluti af draslhafinu,“ sagði Elinor Ochs, mannfræðingur og annar höfundur bókarinnar

Legið í sófanum

Um þriðjungur foreldranna og helmingur barnanna eyddu engum tíma úti í garði meðan á rannsókninni stóð. Þrátt fyrir þetta voru heimilin sem tóku þátt í rannsókninni með sundlaugum, spa-aðstöðu og útiborði og sólstólum. Fólkið eyddi um 70 prósent af sínum tíma fyrir framan sjónvarp eða tölvu. Samt finnst þeim eins og tíminn sé af skornum skammti.

Hjónaherbergið endurnýjað

Algengasta framkvæmdin á heimilunum var að endurnýja hjónaherbergið. Að endurhanna hjónaherbergi á þeim tíma sem rannsóknin var gerð kostaði að meðaltali jafnmikið og árstekjur hjá mörgum af þeim hjónum sem tóku þátt í rannsókninni. Þetta er áhugavert þar sem þetta eru herbergi sem eru lítið notuð.

Það er ekki borðaður kvöldmatur í sameiningu

Það var mjög algengt að fjölskyldumeðlimir borðuðu hver sinn matinn, hver á sínum tímanum eða staðnum. Aðeins 17 prósent af fjölskyldunum borðuðu kvöldmat saman. Fólkið borðaði líka mikið af frosnum tilbúnum mat, samt sem áður var það einungis að spara um 10 til 12 mínútur á kvöldi við matarundirbúning.

Margir halda eflaust að þeir spari tíma með því að …
Margir halda eflaust að þeir spari tíma með því að kaupa frosinn mat. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál