Hvað má gera við mosa og arfa?

Helga Sigurborg Steingrímsdóttir.
Helga Sigurborg Steingrímsdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Margir leggja mikið á sig til að halda grasflötinni fallegri og beðunum arfalausum. Helga segir að því miður sé ekki enn búið að finna upp töfralausn sem heldur öllum mosa og túnfífli í skefjum. Hins vegar eru til efni sem hjálpa til að halda garðinum í horfinu. Helga Sigurborg Steingrímsdóttir í garðyrkjudeild Byko veit hvernig best er að tækkla arfann. 

„Mosinn vill lifa í súrum jarðvegi og því gott að dreifa kalki á flötina til að gera moldina basískari og gefa grasinu forskot. Má líka nota graskorn sem inniheldur köfnunarefni sem mosinn vill ekki. Í allra verstu tilvikum er hægt að dreifa mjög köfnunarefnisríkum mosaeyði, og þarf að muna að sá grasfræjum í skellurnar sem mosinn skilur eftir sig.“

Búið er að banna arfaeitrið Casaron sem var þekkt fyrir að geta haldið arfanum í skefjum í tvö ár í senn og segir Helga að komið sé nýtt efni á markaðinn sem heitir Keeper. Það inniheldur virka efnið glyfosat sem drepur allt grænt en er líka með efnum sem hindra spírun fræja í eitt sumar. „Passa þarf bara að úða þessu efni ekki mjög nálægt blómum og skrautrunnum því annars geta rætur þeirra skaddast.“

Oft er ekkert annað til ráða gegn arfa en að grípa í garðáhöldin og byrja að róta í beðunum. „Þeir sem vilja létta sér garðverkin geta farið þá leið að leggja jarðvegsdúk yfir beðin. Er hægt að gróðursetja í gegnum dúkinn, dreifa þunnu moldarlagi yfir og skrautmöl. Illgresið nær þá ekki að þrífast svo glatt og ætti dúkurinn að gera sitt gagn í um fimm ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál