Kveiktu á pottinum með símanum

mbl.is

Nuddpottarnir frá Sundance Spas verða sífellt fullkomnari. Hægt er að velja sniðugan aukabúnað á borð við hljómkerfi, ljósakerfi eða lítinn kæli. Halldór Vilbergsson hjá Tengi notar sinn nuddpott allan ársins hring.

Þeir sem fjárfest hafa í heitum potti geta vitnað um hvað þessi litla viðbót við heimilið getur breytt miklu. Í heita pottinum gerast skemmtilegir hlutir; þar má leyfa streitunni að líða úr líkamanum, eiga í innilegum samræðum við ættingja og vini, eða einfaldlega njóta þess að láta sólina skína á kroppinn í góða veðrinu.

Halldór R. Vilbergsson er þjónustustjóri hjá Tengi en fyrirtækið hefur um árabil flutt inn vandaða rafmagns-nudpotta frá bandaríska framleiðandanum Sundance Spas. Halldór segir söluna ganga ágætlega og úrvalið gott. „Sölutímabil heitra potta er að ganga í garð um þessar mundir og eigum við von á nýrri sendingu innan skamms.“

Framleiðendurnir leita stöðugt leiða til að bæta hjá sér heitu pottana, og segir Halldór að í tilviki nuddpottanna frá Sundance Spas sé orðið réttara að tala um munaðarnuddstöð en nuddpott. „Greinilegasta framþróunin undanfarin ár hefur verið í hönnun nuddstútanna. Er nuddið orðið kraftmeira en áður og hefur líka tekist að framkalla hreyfingu í vatnsbununni svo að tilfinningin fyrir vöðvana er orðin enn líkari því að hendurnar á vönum nuddara vinni á líkamanum.“

Afþreying og kælir

Hafa Sundance og fleiri framleiðendur líka verið iðnir við að bæta alls kyns tækni við pottana og má t.d. panta nuddpotta með innbyggðum hljómflutningstækjum, ljósakerfi, litlum kæli og hirslu fyrir handklæði og fleira smálegt. „Pottarnir eru líka orðnir þannig úr garði gerðir að tengja má þá við þráðlausa netið og fjarstýra í gegnum snjallsímaforrit. Ef leiðin liggur t.d. upp í bústað er hægt að ræsa heita pottinn áður en lagt er af stað úr bænum, kveikja á öllum dælum og ljósum og hækka hitastigið svo að potturinn verði tilbúinn á réttum tíma.“

Hreinsibúnaðurinn hefur einnig batnað og segir Halldór að nýjustu nuddpottar Sundance séu búnir svokallaðri Clearray-tækni sem notar útfjólubláa geisla til að drepa 99,9% af öllum örverum í vatninu. Eykur samspil nýrrar hringrásardælu og síunar hreinsigetuna sjöfalt á við sambærilega potta frá öðrum framleieðndum. „Clearray-hreinsibúnaðurinn þarf aðeins lágmarks viðhald og mælt er með að skipta um útfjólubláu ljósaperuna einu sinni á ári.“

Flestir pottarnir sem Tengi selur eru í kringum 2 x 2 metrar að stærð og rúma á bilinu 4-6 fullorðna. Skeljarnar eru mótaðar á ýmsa vegu enda vilja sumir pott með legubekk á meðan aðrir vilja hafa sæti fyrir sem flesta. „Í nuddpottum Sundance Spas er hvert sæti hannað sem nuddstöð fyrir ákveðinn vöðvahóp og ákveðna tegund af nuddi. Getur notandinn síðan fært sig á milli sæta til að fá nudd allt frá herðum niður í iljar,“ segir hann. „Til að auka enn meira á slökunina getur potturinn boðið upp á ilmmeðferð, ljósa- og tónlistarmeðferð sem gera alveg út af við streituna.“

Sólbrúnn í apríl

Heitur pottur getur ekki aðeins endurnært líkama og sál heldur eykur hann notagildi garðsins. Ef hitastigið úti leyfir ekki beinlínis að vera léttklæddur utandyra þá er potturinn alltaf heitur og notalegur. „Fyrir skemmstu dreif ég mig í pottinn einn góðviðrisdag í apríl, og lét fara vel um mig í sólinni. Þegar ég kom aftur til vinnu tveimur dögum síðar héldu vinnufélagarnir að ég hefði skroppið á sólarströnd því ég hafði tekið svo mikinn lit,“ segir hann. „Potturinn er notaður á öllum árstímum, og jafnvel hefur gerst að skotist er í nuddpottinn klukkan 4 á aðfangadag til að slaka á og eiga gæðastund saman áður en jólin ganga í garð.“

mbl.is
mbl.is
mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál