Linda Ben selur húsið

mbl.is/Hanna

Linda er fagurkeri fram í fingurgóma, bæði þegar kemur að mat og heimilinu. Hún er eigandi vefsíðunnar www.lindaben.is þar sem hún leggur áherslu á að blogga um og mynda góðan mat og fallegt heimilið. Auk þess er hún eigandi vefsíðunnar www.makkaronur.is þar sem hún bakar makkarónur og selur, ásamt því að vera matarbloggari fyrir Kost.

Linda segir stílinn á heimilinu einfaldan, stílhreinan og fágaðan en á sama tíma svolítið afslappaðan.

„Mér finnst skipta máli að heimilisfólkinu líði vel á heimilinu. Við Ragnar, maðurinn minn, keyptum þetta hús fokhelt og höfum innréttað það frá grunni. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að hafa heimilið stílhreint en á sama tíma hlýlegt. Við vildum hafa alla fasta hluti svo sem innréttingar og annað sem mest klassískt og tímalaust, elta svo tískubylgjur með smáhlutum á heimilinu. Við vildum hafa gott flæði á heimilinu og því færðum við til dæmis borðstofuna þannig að hún væri betur tengd stofunni og tengdum saman eldhús og borðstofu með því að láta innréttinguna flæða yfir allan vegginn,“ útskýrir Linda og bætir við að fjölskyldan sé gífurlega ánægð með ákvörðunina, sem tekin var í samstarfi við arkitektinn í fjölskyldunni, Björn Skaptason.

mbl.is/Hanna

Linda notar snjallforritið Instagram mikið og er mjög virk þar. Hún segist jafnframt sækja mikinn innblástur úr forritinu. „Það er svo ótrúlega þægilegt app til að sækja sér innblástur, vista hjá sér hugmyndir, skoða áfram svipaðar hugmyndir og fara svo beint inn á Instagram-síðu fyrirtækja og jafnvel kaupa hlutinn, allt án þess að fara út úr appinu.“

Spurð hvar parið versli helst inn á heimilið segir Linda það mjög fjölbreytt og bætir jafnframt við að þau versli bæði innanlands og utan. „Ég vanda valið vel áður en ég versla inn á heimilið og hugsa mikið um orkuna sem kemur frá þeim hlutum sem ég kaupi, hún þarf að vera jákvæð og góð. Mér finnst voða notalegt að vera með mikið af blómum á heimilinu, innan og utandyra, Gróðrarstöð Ingibjargar í Hveragerði er þar í miklu uppáhaldi hjá mér. Nýlega keypti ég nokkur veggspjöld hjá Svörtum fjöðrum, en ég hreinlega elska veggspjöldin hjá þeim.“

mbl.is/Hanna

Linda segir eldhúsið tvímælalaust eftirlætisstað fjölskyldunnar á heimilinu. Fjölskyldan eldar mikið saman og segir hún þriggja og hálfs árs son þeirra hafa jafnframt gaman af því að taka þátt í eldamennskunni.

Spurð að lokum hvort eitthvað sé í eftirlæti í hverfinu nefnir Linda fyrst og fremst náttúruna í kring. Enda útsýni yfir hafið og mikil gróðursæld í hverfinu. „Það er yndislegt að labba hér um í hverfinu. Þú ert rétt svo komin út úr húsinu þegar þú ert komin inn í algjöra náttúruparadís. Gönguleiðir, fallegir fossar og hestar svo fátt eitt sé nefnt.“

Af fasteignavef mbl.is: Laxatunga 20

mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál