Hugsað út í hvert smáatriði

Stórir gluggar og stílhreinar línur einkenna þetta guðdómlega einbýli í Melbourne í Ástralíu. Húsið er teiknað af Chan Architecture og eins og myndirnar sýna er heimilið ákaflega vel heppnað. 

Dökkt fiskibeinaparket prýðir eldhús og stofu. Veggir eru málaðir í ljósum tónum en fyrir gluggunum í stofunni eru dökkar gardínur. Það sem er fallegt við stofuna, fyrir utan húsgögnin, er að hægt er að opna hana upp á gátt. Gluggunum er rennt til hliðar. Í stofunni eru stórar og sérsmíðaðar hillur sem hýsa bæði arin og ýmislegt stofustáss. Stór motta skapar hlýleika í stofunni.

Eldhúsið er afar sjarmerandi. Hvít innrétting prýðir eldhúsið en þar eru líka hvítar flísar og eyja. Hugsað er út í hvert smáatriði eins og sést á myndunum. 

Baðherbergin í húsinu eru stílhrein og falleg. Hringlaga spegill prýðir annað þeirra en það er afar góð lausn. 

Fyrir utan húsið er garðurinn afar huggulegur og fallegur. Flottir skjólveggir og vel hirt beð er eitthvað sem hægt er að dást að. 

Marmaraflísarnar koma vel út.
Marmaraflísarnar koma vel út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál