Alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum

Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum.
Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Guðrún S. Magnúsdóttir er höfundur bókarinnar Teppaprjón ásamt tvíburasystur sinni Þuríði. Þetta er ekki fyrsta prjónauppskriftabók Guðrúnar enda er hún annáluð handavinnukona. Guðrún segir prjónaskapinn vera einstaklega róandi afþreyingu þar sem sköpunarkrafturinn fær oft lausan tauminn. 

Hvernig bók er Teppaprjón? 

Teppaprjón er bók með 42 uppskriftum að ungbarnateppum, sem eru fjölbreytt, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af mér og tvíburasystur minni Þuríði Magnúsdóttur.

Hvaða aðrar bækur hefur þú gefið út? 

Út hafa komið bækurnar Sokkaprjón, Húfuprjón, Vettlingaprjón og Treflaprjón og er því Teppaprjón fimmta bókin sem út kemur eftir mig.

Áttu þér uppáhaldsteppi úr bókinni? 

Já það á ég, en það er teppið Dýragarður. Þetta teppi er byggt á gömlu teppi sem ég prjónaði fyrir dóttur mína áður en hún fæddist og þykir mér því mjög vænt um það. 

Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu.
Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvernig er að gera bók með systur sinni? 

Það er óhætt að segja að það verkefni hafi gengið mjög vel þar sem að við höfum alla tíð unnið mjög þétt og náið saman. Uppskriftirnar unnum við hvor í sínu lagi þannig að teppin í bókinni eru ýmist eftir mig eða hana. Við vorum sammála um öll verkefnin í bókinni enda erum við og höfum alltaf verið einstaklega samrýndar.  

Hvað finnst þér skemmtilegast að prjóna?

Alla tíð hefur mér þótt einstaklega gaman að prjóna litríka sokka og vettlinga og er ég nánast alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum.

ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvenær byrjaðir þú að prjóna? 

Móðir okkar, Unnur Benediktsdóttir, kenndi okkur að prjóna þegar við vorum 7-8 ára gamlar enda var hún einstaklega hugmyndarík og hvetjandi í allri handavinnu okkar systra. 

Geta allir lært að prjóna?

Allir geta lært að prjóna og óhætt er að segja að æfingin skapi meistarann þannig að enginn galdur er við prjónaskap.

Ertu komin með hugmynd að næstu bók?

Já næsta bók er í vinnslu og er væntanleg í haust.

ljósmynd/Ýmir Jónsson
mbl.is

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

20:20 Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

18:00 Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

15:00 Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

12:00 Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

09:00 Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

06:00 Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

í gær Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

Í gær, 23:59 Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

í gær Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »

Kauphegðunin er stundum aðeins of ýkt

í gær Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Ölgerðinni og förðunarfræðingur, hefur heillandi fatastíl. Hún elskar hönnun Christopher Bailey fyrir Burberry en hún kaupir líka notuð föt ef hún er í þannig stuði. Meira »

Tóku út loðfeldi og tónuðu litina niður

í gær Hulda Karlotta Kristjánsdóttir, hönnuður og gæðastjóri hjá ZO•ON, hóf störf hjá fyrirtækinu 2014 en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hóf feril sinn hjá Lazytown við gerð búninga og svo færði hún sig yfir til Nikita þar sem hún starfaði í níu ár. Hjá Nikita var hún meira að vinna í götutískunni en tók líka þátt í hönnun á brettafatnaði fyrirtækisins. Meira »

Byrjar daginn á útihlaupum

í gær Lilja Alfreðsdóttir tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin fara í skólann á morgnana.   Meira »

Of stórir skapabarmar – hvað er til ráða?

í gær Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað sé til ráða vegna of stórra skapabarma og hvað hún sé lengi að jafna sig. Meira »

Myndaði fullnægingar til að opna umræðuna

19.10. Brasilískur ljósmyndari myndaði 20 konur áður, á meðan og eftir fullnægingu. Kynferðislegur unaður kvenna á ekki að vera tabú. Meira »

Jakkinn sem Katrín elskar

19.10. Katrín á ekki bara einn tvíhnepptan jakka frá Philosophy di Lorenzo Serafini, hún á tvo. Einn rauðan og einn bláan. Af hverju eða kaupa bara eitt stykki ef maður finnur eitthvað sem maður fílar? Meira »

Svali er byrjaður að undirbúa flutning

19.10. „Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót. Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á,“ segir Sigvaldi Kaldalóns. Meira »

„Mér að kenna að ég var feit“

í fyrradag „Ég er mjög meðvituð um líkama minn. Svona mikið þyngdartap hefur tekið sinn toll og nú er ég með sex kíló af lausri húð á maganum sem ég gyrði ofan í nærbuxurnar,“ segir Gemma Glover sem gerði nokkrar tilraunir til þess að grennast. Meira »

Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

19.10. Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. Meira »

Frelsaðist frá vigtinni

19.10. Sylvía Ósk Rodriguez er tæplega þrítug gift tveggja barna móðir í Borgarnesi. Í fjórtán ár rokkaði hún upp og niður á vigtinni og var ekki glöð og kát nema vera í kringum 70 kíló. Hún segir að það sé rangt að einblína bara á vigtina og horfa þurfi á hreyfingu og mataræði í heild sinni, ekki bara út frá tölu á vigtinni. Meira »

Grænmetisætur eru ekki veikari

19.10. Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »