Hillurnar sem allir eiga

Það er ekki sama hvernig raðað er í bókahillurnar lengur.
Það er ekki sama hvernig raðað er í bókahillurnar lengur. skjáskot/Pinterest

„Bókunum skal helst ekki vera raðað upp á rönd heldur skulu þær liggja þvert. Ofan á bókunum má síðan vera skrautmunur og græn planta við hliðin á.“ einhvern veginn svona mundi leiðarvísir að „Svona á að raða í hvíta hillu“ hljóma ef hann væri til. En nú þykir ekkert fínna en að raða hugvitsamlega í hvítar hillur. 

Bækur eru ekki lengur bara til þess að lesa heldur eru þær stofustáss. Réttu bókunum skal raðað við hlið fallegra smámuna. Gamalli filmumyndavél, myndum, kertastjökum og keramikmunum er oft stillt upp í hvítum hillum. 

Hér eru dæmi um hillutegundir sem eru algengar á íslenskum heimilum og hvernig vinsælt er að raða í þær. 

Montana-hillur

Hillurnar eru geysivinsælar og algengt er að fólk raði bæði bókum og skrautmunum í hilluna og leyfi hillunum að njóta sín. 

skjáskot/Pinterest

String-hillur

String-hillurnar er hægt að fá í mismunandi gerðum rétt eins og Montana-hillurnar en algengastar eru ef til vill hillur í smærri kantinum. Smáhlutum er gjarnan raðað í þær í bland við bækur. 

skjáskot/Pinterest

Billy-hillur

Flestir hafa einhvern tímann átt eina Billy-hillu úr IKEA en þær eru til í mismunandi gerðum. Hillurnar eru tilvaldar til að raða fallega upp hlutum í stofunni. 

skjáskot/Pinterest

Hvítar einfaldar hillur

Vinsælt er að raða saman einföldum hvítum hillum og raða fallega í þær.

skjáskot/Pinterest

Søstrene Grene-hillur

Hillurnar frá danska lágvörufyrirtækinu eru líklega ein vinsælasta mubla síðasta árs á íslenskum húsgagnamarkaði. Hillan er vinsæl bæði í eldhúsið og í stofunni. 

skjáskot/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál