87 milljóna eitursmart heilsárshús

Það dreymir marga um að eiga afdrep á rólegum stað þar sem hægt er að hafa það sem best. Ef þú ert að leita að draumahúsi þar sem hátt er til lofts, vítt til veggja og að fallegt umhverfi blasi við þegar horft er út um gluggann þá gæti Hlíðarholt 7 verið eitthvað fyrir þig. 

Um er að ræða 110 fm heilsárshús sem staðsett er í Bláskógabyggð. Húsið var byggt 2019. Úr húsinu er útsýni út á Tungufljót og stendur húsið á 6500 fm eignarlóð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og því væri í raun hægt að búa þar allan ársins hring. Það er smekklega innréttað að innan með nútímalegum innréttingum. 

Eldhús og stofa renna saman í eitt og er grá sprautulökkuð innrétting í eldhúsinu. Hátt er til lofts í húsinu en á sumum stöðum er tæplega þriggja metra lofthæð. Fyrir utan húsið er 100 fm verönd og heitur pottur.

Af fasteignavef mbl.is: Hlíðarholt 7 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál