Björn og Anna keyptu 202 milljóna einbýli

Björn Steffensen og Anna Eiríksdóttir.
Björn Steffensen og Anna Eiríksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjónin Björn Steffensen og Anna Eiríksdóttir hafa fest kaup á glæsilegu 254 fm einbýli við Frostaþing í Kópavogi. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem stutt er í óbeislaða náttúru.

Björn starfaði sem fyrirsæta á sínum yngri árum og var kjörinn Herra Norðurlönd 1996. Anna er deildarstjóri í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu og rekur vefinn annaeiriks.is þar sem hún býður upp á æfingar og heilsuráð fyrir fólk sem vill bæta heilsuna. 

Húsið við Frostaþing  er byggt í funkisstíl og var reist 2013. Það er á tveimur hæðum og afar sjarmerandi. Á efri hæðinni er hátt til lofts og vítt til veggja. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða húsið og er gegnheilt parket á gólfunum. 

Anna og Björn keyptu húsið af Dagrúnu Briem og Guðjóni Gústafssyni og greiddu fyrir það 202 milljónir. 

Anna og Björn hafa búið í Grafarvoginum og er hús þeirra á sölu eins og kom fram á dögunum. 

Smartland óskar Önnu og Birni til hamingju með nýja húsið! 

Húsið stendur við Frostaþing í Kópavogi.
Húsið stendur við Frostaþing í Kópavogi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál