„Ég er algjört klisju „eighties“-barn“

Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður.
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er jólabarn og hlakkar til að njóta hátíðarinnar með vinum og fjölskyldu. Hún var spurð spjörunum úr um jólahefðir og annað sem tengist jólunum og í ljós kom að grenigreinar og volgar smákökur eru henni ómissandi um jólin.

Hönnun Þórunnar.
Hönnun Þórunnar.
Uppáhaldsjólalag? „Ég er algjört klisju „eighties“-barn og elska „Last Christmas“ með Wham!“

Hvað gerir þú til að ná slökun í kringum jólin? „Ég reyni að ýta allri vinnu frá og að hitta sem mest af fjölskyldu og vinum og bara njóta þess að vera með þeim og skemmta okkur saman.“

Ertu búin að finna jóladressið? „Nei, ég er nú yfirleitt ekkert mikið að stressa mig á því að kaupa eitthvað nýtt, ég á alveg margt fallegt nú þegar til að vera í og finn yfirleitt bara einhverja góða samsetningu svona korter í jól. En aldrei að vita nema ég finni eitthvað nýtt fyrir þessi jól. Mig langar mjög mikið núna í eina silkiskyrtu frá Milla Snorrason.“

Fallegasta jólaskraut sem þú átt: „Ég var reyndar að fá mjög fallegan jólakertastjaka frá systur minni hannaðan af Finnsdóttur. Hann er ekki kominn í notkun ennþá, en ég hlakka til að stilla honum upp þegar mér finnst vera orðið nógu jólalegt. Annars skreyti ég venjulega ekki mikið, en ég er mikið fyrir kósí stemningu, seríur, kertaljós og svo finnst mér líka að verði að vera eitt alvörujólatré. Eða a.m.k. grenigreinar, til þess að fá lyktina.“

Þórunni langar í silkiskyrtu frá Milla Snorrason.
Þórunni langar í silkiskyrtu frá Milla Snorrason.

Hvenær og hvar kaupir þú jólagjafir fyrir vini og fjölskyldu? „Ég byrja mjög oft með einhverjar háleitar hugmyndir um að búa bara til allar jólagjafirnar, hafa þær persónulegar, skemmtilegar og hagstæðar. En sannleikurinn er sá að ég lendi oftast í því að vinna mikið alveg fram að jólum og hef því engan tíma í svona auka dútl og enda með að kaupa gjafirnar allar á Þorláksmessu. En í fyrra var það bara PyroPet-hreindýrið á línuna. Einfalt og allir voða sáttir!“ 

Besti hátíðarmatur sem þú færð: „Ég er venjulega ekki mikil kjötæta, en síðustu jól hef ég fengið dýrindis hreindýralund hjá mömmu og pabba á jólunum, með rauðvínslagaðri sósu, brúnuðum kartöflum, waldorf-salati og rauðkáli. Mig dreymir um það stundum, það er svo gott! Svo býr kærastinn minn líka til æðislega gott „mushroom wellington“.“

Þessi kertastjaki prýðir heimili Þórunnar.
Þessi kertastjaki prýðir heimili Þórunnar.
A Charlie Brown Christmas er í sérstöku uppáhaldi hjá Þórunni.
A Charlie Brown Christmas er í sérstöku uppáhaldi hjá Þórunni.

Uppáhaldsjólamynd: „A Charlie Brown Christmas – ég átti þessa mynd á spólu þegar ég var lítil. Hún vekur alltaf upp mikla jóla-nostalgíu. Og svo er tónlistin í henni líka frábær, djasstónlist samin af Vince Guaraldi. Allir krakkarnir í bænum eru að setja upp jólaleikrit og allir í mega jólafíling, nema Charlie Brown. Hann er hrikalega þunglyndur því hann skilur ekki tilganginn með þessu öllu saman og finnst jólin bara ein allsherjar innantóm markaðssetning.“

Er eitthvað ákveðið á jólagjafalistanum? „Ég veit aldrei í hvað mig langar í jólagjöf. Mér finnst þetta fallegur siður að velja gjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um og finnst því skemmtilegast að láta koma mér á óvart. Falleg hönnun gleður mig alltaf mjög mikið, hvort sem það er fatnaður, skart eða eitthvað fyrir heimilið.“

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég og kærastinn gáfum hvort öðru ferð til Ástralíu í fyrra til að geta varið jólunum með litlu systur minni sem bjó þar með manninum sínum. Það var alveg ógleymanleg ferð og mjög skemmtilegt að upplifa jól um hásumar í 40 stiga hita!“

Jólasmákaka eða konfekt; hvað er í eftirlæti? „Uppáhaldssmákakan mín er sú sem er nýbökuð, volg úr ofninum. Hvaða tegund sem er.“

Öll 80s-börn ættu að kannast við hljómsveitina Wham!
Öll 80s-börn ættu að kannast við hljómsveitina Wham!
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál